Er er reyna að skrifa hérna

Er að reyna að skrifa hérna, tæknin er bara eitthvað að stríða mér.


Enn einn föstudagurinn

Þá er að brsta á með helgi. Við Heiðmundur fórum á Kolding sjúkrahúsið á þriðjudag og hann á sennilega að leggjast þar inn. Við erum á morgun að fara á síningu í skólaum hans í Vejle en ég veit ekki hvort ég nenni þar sem hann er bara í kór en ekki ljósamaður eins og til stóð. Ásta er bara í skólanum og gerer ekkert annað en vera þar og koma heim að sofa. Er alveg alveg hætt að gefa sér tíma fyrir mig og það er að setja mig úr jafnvægi. Ragnar komst ekki inn í nemendaráð og erum við enn að uppnefna eydísi ( Júdas ) út af því. Svo eru það náttulega jólin. Það eru bara jól handan við hornið og við eigum eftir að gera allt, allavega ég. Kreppan teygir líka anga sína hingað þannig að pakkainnkaup hafa verið í seinni kantinum í ár. Við erum að vísu búin að kaupa eitthvað handa þeim nánustu en ekki nálagt því það sem við erum vön að versla. Nenni ekki að skrifa meira.


Sunnudagur

Við hjálpuðum Jóni og Beggu við að flytja allt á föstudaginn og vorum þar fram eftir kvöldi. Í gær var okkur svo boðið í mat hjá þeim á nýja staðnum og þar var Íslenskt lambalæri á borðum. Maturinn var frábær og þau voru búin að koma flestu vel fyrir í stofunni og í eldhúsinu. Mjög skemmtilegt hús sem þú hafa keypt og á fínum stað. Svo var boðið upp á létta drykki eftir matinn og sumir misstu sig alveg en aðrir ekki. Ég keyrði svo heim um 24:00 og slakaði svo á yfir sjónvarpinu smá stund. Heitipotturinn var eitthvað stíflaður þannig að ég komst ekki í hann í gærkvöldi. Fór svo og þeif hann í dag og tók síuna og þreif hana líka. Annars er bara verið að slaka á, taka létt til og undirbúa vikuna. Ég er búin að fá helling að leiðinlegum svörum við atvinnuumsóknunum en er bara jákvæður og það hlýtur eitthvað að detta inn fljótlega.


Föstudagur

þá er komin föstudagur og vikan hefur bara flogið áfram. Í dag förum við að hjálpa Jóni Óskari og Beggu að flytja og svo á að taka restina á morgun. Ragnar komst ekki inn í nemendaráð en hann vantaði eitt atkvæði til að ná kosningu. Eydis kaus hann ekki og er því uppnefnd Júdas á heimilinu hérna. Heiðmundur kemur í dag í helgarfrí, en við vitum ekki hvenar á að sækja hann. Ég skráði mig hjá vikarþjónustu í gær og svo er bara að sjá hvað kemur út úr því. Ásta er búin að vera í skólanum eins og venjulega og var að klára að gera verkefni sem hún flytur eftir helgi, en það er viðtalsverkefni við börn sem hafa verið fjarlægð frá heimilum sínum og komið fyrir á stofnun. Hér er búið að rigna og rigna og ekkert lát á því. Við erum enn hangandi í heitapottinum á kvöldin sem er bara frábært og ekkert annað hægt að gera í garðinum þessa dagana.


Mánudagur

Heiðmundur fór í skólann í morgun en ekki í gær en það var allt í lagi. Þegar ég var búin að koma öllu liðinu á sinn stað fór ég í AF og svo í Manpower til að ath. með vinnu. Það er líka kreppa hérna og ekki létt verk að finna eina slíka þessa dagana. Það er of lítið að gera í kannaravikarvinnunni þannig að ég verð að finna meira að gera. Fer í viðtal bæði á miðvikudag og fimmtudag og svo er bara að sjá til hvort það leiðir eitthvað gott af sér. Fór í heimsókn í skólann til Eydisar, Ragnars og Charlottu. Þegar ég kom var Eydís í skammakróknum því hún talar svo mikið í tímunum. Ragnar er í framboði til nemendaráðs og vonandi nær hann kosningu. Hans aðal mál eru að læra á jákvæðan hátt, meiga vera með tyjó í frímínútum og eitthvað meira sem ég man ekki. Ég sótti svo allt liðið og kom því heim, fór í búðina á meðan Ásta er með krakkana í íþróttum. Ég verð bara með kattarsand og súrmjólk í kvöldmatinn, en vonandi stendur það til bóta fljótlega.


Ástandið á Íslandi og hjá okkur í Danmörku

Nú er að verða langt síðan við skrifuðum síðast. Við fylgjumst grant með gangi mála á Íslandi því auðvitað varðar þetta okkur hérna líka. Ég er að vona að fleiri mæti  og mótmæli þessu ástandi en ekki bara á bilinu 500 til 1500 manns. Þessi stjórn er náttulega sjálfri sér, landi og þjóð til skammar og siðblindan svo gríðarleg hjá sjálfstæðisflokknum að venjulegt fólk á okki orð. Vonandi verður þetta ástand til að minnka fylgi þessa flokks og fólk með hugsjónir og stjórnmálamenn með velferð lands og þjóðar komist til valda.

Annars er allt við það sama hérna. Farið að kólna og greinilega komið haust. Garðvinnan er lítil sem engin þessa dagana, rétt smá laufsóp en annað ekki. Í dag fórum við til Kalla og fengum hjá honum nýja eldavél og svo fórum við í kaffi til Jóns og Beggu, hjálpuðum til við að mæla fyrir hillum og tókum gamla ískápinn þeirra með heim. Þau eru búin að fá sér nýjan og þurftu að losna við þann gamla. Ásta er enn í skólanum og ég er enn í atvinnuleit. Er búin að fá helling að neikvæðum svörum og eins og alltaf eru staðir sem hafa ekki fyrir því að svara umsóknum. En atvinnuleitin heldur bara áfram og ekki þýðir að gerfast upp. Einar vald er að hlaupa maraþon í NY og nú er bara að bíða frétta af honum, ÁFRAM EINAR. Inga syss er í Boston, ekki að hlaupa heldur að kaupa og við bíðum líka frétta af henni. Þá er þetta bara orðið gott.


kreppa

Já kreppa, og við erum með í þeim pakka. hvað er annars að ske með mig? En svarið er, ég er í niður túr eins og er. Mig vantar vinnu,  er ekki að gera góða hluti hér heima, konan að gefast upp á mér og ég á ástandinu á okkur. Ég er ekki einu sinni að sinna þessu námi vel sem ég er að verjast við. Er samt að fá góðar einkunnir í skyndiprófum en samt ekki alveg að meika það. samkvæmt nýjustu mælingum er Heiðmundur búin að bæta á sig tveimur kílóum, sem er gott og hann er að gera góða hluti í skólanum. Við fórum svo á foreldrafund með Eydísi í kvöld og það gekk allt saman vel.´Hún er alveg að standa sig og allt það, bæði félagslega og námslega. Ásta er búin að gera það gott í þessari viku í vinnunni og er bara hress. Hún ætlar að fara með liðinu á djammið á föstudag og vera í því fram eftir nóttu. Eydís er líka að fara í afmæli á föstudag og er að fara í keilu í Brande, ég verð svo að sækja hana um 10 leitið. Heiðmundur kemur svo í helgarfrí og það verður bara gaman. Við erum komin með nammidag en það er ekki búið að ákveða hvort það verði á föstudögum eða laugardögum. annars er allt við það sama hérna, hitinn er enn í tveggja stafa tölu og varla hægt að kvarta undan veðrinu þó svo að það rigni við og við. Þá er þetta að verða gott, ætla að drífa mig í þann heita og reyna að skola af mér stressið og leiðindin fyrir svefninn.

Loppumarkaður og gestir

Eins og venjulega er búið að vera brjálað að gera hjá okkur. Við erum búin að fá okkur nýtt sófasett í arinstofuna og búin að skipta um í efri stofunni. Það er náttulega félagsleg pressa á okkur því það verður gestkvæmt um jólin, frú Margrét mætir á svæðið með sína heittelskuðu og þá er eins gott að vera búin að öllu. Við fórum að skoða húsið hjá Jóni og Beggu og leist bara mjög vel á það. Þau eru að mála og gera allt í stand áður en þau flytja og við verðum náttulega á staðnum tilbúin að rétta hjálparhönd ef á þarf að halda. Vottarnir kíktu á okkur bæði í dag og í gær og Novel með allt sitt lið kíkti líka í kaffi. Við förum svo til þeitta á morgun til að kíkja á nýja húsið þeirra í Brande. Kalli kíkti líka og labbaði með okkur á markaðinn í gær og svo komu Árni og Inga í dag, svo það er búin að vera töluverður gestagangur. við áttum yndislega kvöldstund hérna í gærkvöldi ég, Ásta, Heiðmundur og Eydís. Við vorum að syngja til klukkan 6 í morgun og hafa það gaman. í kvöld spiðuðum við svo Kana, 10 og Óslen í lokin. Núna ætlar Ásta að reyna að setja inn myndir og þá verð ég að hætta að skrifa.

Helgin

Helgin er búin að vera bara alveg ágæt. Fáir reikningar með póstinum, veðrið gott og nóg að stússa heimafyrir. Heiðmundur verður heima fram á næsta sunnudag og nýtur þess að slappa hér af. Ég verð að sýna honum mikla athygli og er stanslaust að koma með hugmyndir um að gera eitthvað saman. Við fórum til Kalla í heimsókn í dag, allir nema Ragnar sem var heima. Á morgun ætla ég svo að hjálpa Kalla við að taka niður eldhúsinnréttingu sem hann var að kaupa og koma henni síðan upp aftur heima hjá honum. Ásta fer á morgun í ransókn á Vejle syghus því hún á það til að sofna við og við. Kannski ætti ég að öskra aðeins meira og sjá hvort hún hressist ekki aðeins við það. jæja þá ætlum við að horfa saman á sjónvarpið.

Föstudagur á Torvugötunni

Þá er kominn helgi, Heiðmundur kominn úr skólanum með þær fréttir að hann væri hættur með kærustunni. Ásta er enn aum í skrokknum eftir námskeiðið þarna á miðvikudag og Ragnar er í afmæli. Í skólanum hjá Eydísi, Ragnari og Charlottu var hlaupa og hjóladagur í dag. Charlott fór 6,2 km, Eydís fór 12 km og Ragnar fór 54 km að eigin sögn. Vegalengdin hefur ekki fengist staðfest eða hvað langan tíma hann fékk. Við erum búin að borða kvöldmat, nautakjöt grillað með öllu tilheyrandi og rauðvín með. svo er planið að horfa á danskeppni í sjónvarðinu á eftir, fara snemma að sofa og slaka á.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband