Haustið er komið með bleytu og kulda

Í dag er ég veikur, í gær var ég vekur og í fyrradag var ég veikur, hvar endar þetta heilsuleysi? Ásta er á nánskeiði í dag en þar eru kennd nokkur fantabrögð sem eiga eftir að koma í góðar þarfir einhverntíman. Vonandi verð ég notaður sem tilraunadýr eitthvert kvöldið þegar við erum orðin tvö ein. Kreppann er líka farin að teygja anga sína hingað því við verðum verulega vör við hvað við erum að fá lítið fyrir Íslensku krónuna. Sjálfsagt meiga einhverjir á heimilinu herða sultarólina en ekki Heiðmundur, svo mikið að víst. Hér er líka byrjað að hausta. Rigning dag eftir dag og farið að kólna, hitinn í dag rétt slefar í 13. gráður. Ég verð að fara að gera mat, stelpurnar fara að koma úr skólanum og þá vilja eitthvað gott að borða svo verð að að skipta um vatn í heitapottinum. 

Langt síðan við höfum skrifað

Það ætlar að ganga erfiðlega að helda úti þessari síðu. Ásta vill ekki skrifa, því hús segist ekki eiga neina vini ekki einu sinni sverg. Heiðmundur er í skólanum og kann þar að auki ekki að skrifa Íslenska, þannig að einu færu pennarnir eru auningja ég ( Óli ) og svo Eydís.

Við héldum upp á afmælið hennar Charlottu á laugardaginn fyrir bekkinn hennar og mættu næstum allir. Jón Óskar kom líka með strákana sína og svo kíkti Bónó inn með konuna og nýjasta barnið. All gekk vel enda ég að heiman. Kalli þurfti hjálp við að flytja og hjálpaði ég honum frá 10 til 14. Til kalla áttu líka að koma fullt af fólki til að flíta fyrir. Rikki frændi ætlaði að mæta líka kl. 10 en hann kom ekki fyrr en rétt fyrir 14. Þegar mamma var að tala við Rósu gat Rósa þess að ég hefði orðið að fara vegna þess að ég væri með barnaafmæli og svo haft mikið að ég hefði ekki náð að klára að flytja. Ekki mynntist hún á að Rikki hefði verið seinn fyrir. Þetta var bara svo týbísk saga af fólkinu hérna.

Við fórum og skoðuðum skólann hans Heiðmundar og vorum þar einn laugardag. Þar tókurm við þátt í allskonar þrautum og auðvitað unnum við til verðlauna, enda áberandi besta liðið. Við fórum líka og skoðuðum skóla fyrir Eydísi í Vandel og skráðum hana í hann. Hún á að byrja 18. ágúst 2010. Betra að hafa svona á hreinu í  tíma. Við hjónin stóðum svo í átökum við að ná linsu út úr auganu á Ranari. Hann tók alveg þokkalegt kasst bæði á meðan og eftir og rústaði herberginu hans Heiðmundar og fór svo að sofa.

Annars er allt við það sama hérna. Svo verðum við að vera duglegri við að skrifa á síðuna hérna og er það eitt af því sem er á listanum. Svo eru jólin að koma með öllum þessu fínu múturpökkum sem gætu verið minni ár enda þarf ég að múta svo fáum í ár, og mamma, Rikki og meistarinn sjálfur koma líka til okkar þannig að ég verð bara að vera duglegur að versla í Þýskalandinu og sjá hvort það dugi ekki á þau. 


Fram og til baka

Þá er ég búin að fara til Danmerkur, aftur til Íslands og aftur til Danmerkur og komin heim til að vera. Á Íslandi er bara búið að rigna og rigna og rigna með roki og ógeði. Mamma skrapp í þrjár vikur til Krítar og við Tryggvi litli vorum aleinir og yfirgefnir á meðan en skemmtum okkur vel. Ég fór í afmæli hjá ömmu pólu bæði á laugadaginn og sunnudaginn, hitti ættingja og skemmti mér vel.

Heima er best

Þá er ég kominn heim eftir langa Íslandsför og er það bara gott. Fór beina leið í garðinn og gerði og gerði. Að sjálfsögðu kom ég öllum í eitthvað verk, meira að segja Tryggvi slapp ekki þrátt fyrir slæmsku í hnénu. Við fórum til Herning að skoða sumarhús, fá teikningar og verð og verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Ég byrjaði í skólanumí dag og fékk það skemmtilega verkefni að skrifa kynningu á sjálfum mér á dönsku og bara nokkur orð, en það er ekki létt verk að skrifa nokkur orð um sjálfan sig eins og allir vita. Gaman er líka að vera kominn í þetta dásamlega veður sem hér er. Hiti og sól og ekkert úlpuveður eins og á Íslandi. Ég kem nú samt til með að sakna hinnar frábæru þjónustu í opinberum stofnunum, bönkum og verslunum sem er á Íslandi en hérna er þjónustan verri en allt sem vont er og meira að segja verri en í Nóatúninnu hennar Ingu og vondum degi. Nú er komið kvöld hjá mér og alveg upplagt að kveikja á kertum, skella sér í pottinn og fá fréttaskammtinn beint í æð. 

Ekki á morgun heldur hinn

Nú er spennan að verða óbærileg, ég er alveg að fara heim og með Tryggva með mér. er að verða búin að gara allt taxfree-ið en við ætlum samt að leggja af stða 3:30 á þriðjudags morgun. Við förum svo til bara á laugardagskvöld og getum þá byrjað á tollinum. Mamma og Rikki koma þann 17.sept. og ég fer svo aftur heim fljótlega eftir það. Ég get náttulega ekki haft Tryggvar litla al einan og yfirgefin heima. Þá er Tryggvi búin að elda og ég að fara að borða.


Heima er best, hjá Ástu og börnum

Þá er nú farið a líða að heimferð. Ég er farin að hlakka til að komast í rúmið mitt góða og slappa af í heita pottinum. Vitanlega má ekki gleyma garðinum, en ég sakna hans mikið. Ég var í vondu skapi í dag eftir svefnlausa nótt og notaði því tækifærið og kvartaði yfir yfirvinnuleysi. Viðbrögðin voru ótrúleg og nú sé ég fram á vinnu það sem eftir er og það mikla. Nú er klukkan hérna 23:30 og er ég að fara að sópa milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, gamla veginn. Annars er allt við það sama á Íslandi, engin kreppa og allt það en gengið gangvart danskri krónu er ferkar dapurt. Þá er best að drífa sig.

Þá erum við vonandi komin í gang aftur hérna á síðunni

Þá er sumarið búið að Íslandi og haustlægðirnar hrannast yfir landið. Þetta er búið að vera viðburðarríkt sumar okkur. Ásta náði prófinu í skólanum, Heiðmundur kláraði í sínum skóla og er nú komin í heimavistarskóla í Vejle, við fórum til Búlgaríu og til Íslands þar á eftir. Ég ákvað svo að vera aðeins lengur á Íslandi og vinna smávegis. Það er hinsvegar ekkert að gera svo ég er á leið heim aftur. Eydís fór líka að vinna hérna. Hún var hjá Ósk og Gílsla í Hveragerði og átti að sjá um börn og bú þar. Þetta reyndist henni erfitt og varð henni minna úr verki en reiknað hafði verið með. Svo týndist ein ferðataska þegar við vorum að fara frá Köben til Keflavíkur og hefur ekki komið í leitirnar þrátt fyrir grenslan. Í töskunni voru nær öll föt okkar Heiðmundar og snyrtitöskur. Þá er bara að bíða og sjá hvað tryggingarnar dekka. 

Búið að laga síðuna

Þá er búið að laga bloggsíðuna hérna og þá fer að koma að nýjum færslum mjög fljótlega.

Komin heim

Þá erum við komin heim frá Búlgaríu og allir með nýjar tennur sem passa við hvert tækifæri. Veðrið var fínt, næstum alltaf sól og hiti, ströndin var bæði snyrtileg og góð með fullt af flottum stelpum á brjóstunum. Hótelið var ömurlegt og þjónustan eftir því og ég mæli ekki með þessum stað fyrir nokkurn Íslending.

Ég á afmæli sjálfur, ég á afmælí daaaag. veiveivei eða ekki.

Þá er ég orðin heilu ári nær dauðanum en þegar ég átti afmæli síðast, magnað hvað tíminn líður hratt á gerfihnatta öld. Hér er allt í gangi þessa dagana. Ásta með flautandi ef áhyggjum yfir prófinu, Börnin að fara yfirum vegna sumarferðarinnar til Búlgaríu og ég á lyfjum við þessu öllu. Þau gáfu sér samt tíma til að syngja fyrir mig í morgun og ég fékk pakka frá ömmu köku og var það akkúrat það sem mig vantaði og kom sér æðislega vel. Kakk mamma og Rikki og Tryggvi litli, þetta var frábært. Nú rignir bara og rignir en yfir 20 stiga hiti þannig að sprettan í garðinum er góð. Við erum búin að tala við Árna um að fylgjst með öllu hérna á meðan við förum og hann ætlar líka að keyra okkur út á flugvöll. Því miður varð ekkert úr að Einar Vald kæmi hingað að þessu sinni en hann kemur vonandi síðar, okkur sárvantar hann til að fara yfir tölvudruslurnar hérna. Ég tek mér sumarfrí frá Bibliunámskeiðinu í einn mánuð en ég verð bara duglegur að lesa á meðan og kem svo tvíelfdur til leiks þagar ég byrja aftur. Heiðmundur vill endilega skipta um skóla núna því vinur hans fer ekki í sama skóla en við viljum það ekki þar sem búið er að borga skólann og allt. Annars hefur hann Heiðmundur verið með hressara móti upp á síðkastið og ekki tekið kasst í lengri tíma. 'eg ætla að skella mér aðeins í pottinn áður en við förum til Vítu en hún ætlar að lesa  yfir fyrir Ástu. Bæ

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband