Febrúar

Já þá er janúar búin að febrúar tekin við. Einar Vald mætti á svæðið þann 28. jan. og var hér í fullri vinnu þar til hann fékk nóg, bæði af mér og Charlottu og dreif sig heim á fjórða degi. Tölvukostur okkar er því enn í fullum gangi, en engin veit hvað lengi það verður. Takk Einar fyrir að koma og redda okkur. Ásta er komin aftur á skólabekkinn. Hún kláraði starfsnámið á föstudag og náði þessu öllu með sóma.


Föstudagur

Þá er loksins komin helgi, á reyndar eftir að fara bæði til Herning og Ikast til að klára að vinna og svo er smá frí. Ég hélt reyndar að vinnan í skólanum væri búin en það verður einhver viðbót á henni. Ásta var heima í dag þar sem Charlotta er búin að vera veik. Hún notaði tækifærið og tók allt í gegn og ég hlakka til að slaka á hérna í hreinu húsi. Það er líka svo mikil pressa á okkur þer sem Einar Vald er að koma og þá verður allt að vera eins og það á að vera. Hér var snjókoma í gær en allt autt í morgun en spáin er ekki góð, meiri snjór. Svo var Inga siss að eignast enn eitt barnið. Við hérna erum löngu hætt að telja og ekki ber okkur saman um hvort hún er komin í 6 eða 8 stykki. Í þetta skipti kom strákur og verður hann áræðanlega látin heita Einar, annars er þessi venjulegi nafnabrandari að verða þreyttari og þreyttari þannig að ég nenni ekki að skrifa hann einu sinni enn, en kanski eftir einn þá dett ég kannski í stuð og læt hann koma.


Stoltur Íslendingur

Já í dag ættu almennir borgarar á Íslandi að vera stoltir, því nú er byltingin farin í gang fyrir alvöru. Merkilegt að sjá lögregluna fullbúna í átök gegn borgurum svo verja meigi alþingishúsið. Merkilegt finnst mér líka að sjá hvað ríkisstjórnin þrjóskast við að humma þessi mótmæli sem eru búin að vera í gangi lengi. Það voru vöruflutningabílstjórar sem riðu á vaðið með mótmælum en fengu takmarkaðan stuðning almennings. Nú er um að gera láta kné fylgja kviði fyrst almenningur er til í slaginn í þetta skipti og trukkast í gegnum bæinn, á lágmarkshraða með tilheyrandi flauti svo mótmælin nái nú eyrum hina háu herra sem sitja sem fastast við stjórnvölin. Í dag er ég stoltur Íslendingur en baráttunni er hvergi nærri lokið. Ég vil sjá fleirri í bænum. Ég trúi ekki fyrr en í fulla hnefana að fólki sé bara sama um ástandið. Berjumst fram og fáum réttlætinu fullnægt. Burt með ríkisstjórnina.

Helgin búin

Þá er sjálfur herra Valdimarsson á koma sem þýðir að fljótlega komast tölvur og önnur tæknimál hérna í lag. Við erum búin að taka vel til um helgina, flytja Charlottu inn í sitt og taka til í öllum herbergjum. Jóladótið er líka komið á sinn stað á háaloftinu og verður vonandi þar til næstu jóla. Ranar var að keppa í handbolta og skoraði tvö mörk, en hann spilar stöðu hornamanns. Annars er allt við það sama hérna. Við erum byrjuð á boðskortunum fyrir ferminguna hennar Eydísar og sendum þau fljótlega út. Heiðmundur er enn á hælinu, en við erum að fara á fund á morgun þar.


Heiðmundur

Þá er blessaður drengurinn kominn inn á lokaða deild á spítalanum. Við Ásta fórum í morgun á fund og hjálpuðum honum svo við flutninginn. Ég var bara rólegur á þessum fundi og var ekki með neinn "Ingimund", spurði bara um það sem mig langaði að vita og fékk bara fín svör. Það hefur komið fram í blóðprufum að hann sé að kasta upp og æfa á fullu, eða spenna líkamann án þess að vita af því. hann er líka með of háan blóðþrysting líka þegar hann sefur. Þessi veikindi hans eru farin að hafa þau áhrif á mig að ég er farin að tapa svefni, sem er ekki gott og það kemur svo niður á mér í vinnunni. Talandi um vinnuna þá er þetta bara fínt í skólanum og þrifin á kvöldin eru erfið. Okkur finnst við vera kröpp á tíma miðað við hvað er áætlaður langur tími til þess og svo er langt að keyra. Þess vegna er ég á fullu við að finna annan stað til að vinna á á kvöldin. Ásta á bara þrjár vikur eftir í starfsnáminu og svo er það skólaseta í eitt ár áður en næsta starfsnám hefst en henni gengur bara ágætlega í náminu. Eydís átti afmæli þann 10. jan. og létu allir það vera að hringja í hana eða senda kveðju. Hún varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum og við reyndar líka því það var og er greinilegt hvað þið gerið upp á milli barnanna hérna. Þá er ég búin að losa mig við það. Klukkan orðin allt of margt eins og venjulega og komin tími á næstu vinnu.


10. janúar

Eydís á afmæli í dag og er þá orðin 14 ára. Hún hélt upp á afmælið í gær og bauð öllum stelpunum í bekknum í partý, síðan gisti allt liðið hérna í nótt með tilheyrandi látum. Annars er allt við það sama hérna, allt að fara til fjandans. Sé að Ísland er að tapa fyrir Dönum af miklu öryggi í handbolta, svo er aldinn ekki með mér í skrifunum í dag þannið að ég nenni ekki að skrifa meira.

Gleðilegt ár 2009

þá er enn eitt árið byrjað og þá er enn eitt árið búið. Vonandi verður hið nýja ár skárra hjá okkur en það síðasta, en lengi getur vont vesnað. Áramótin voru með rólegra móti hjá okkur. Við skutum upp, horfðum á skaupið, fréttaannálana og fréttirnar. Ég var frekar spældur yfir að Gulldrengirnir og Austfjarðatröllið voru ekki send út á netinu. Það var óvenju mikið skotið upp hérna í bænum og aldrei verið meira. Svo er bara að bíða og sjá hvort áramótaheitin halda þetta árið.

Sunnudagur

Já nífapör, voðaleg linmæslka er þetta ásamt maunum. Nú er smá vinna framundan og svo er það bara nýtt ár. Vonandi verð ég orðin hress áður en gámlárskvöld kemur því það er alveg vonlaust að vera veikur þann dag. Rikki sagðist ætla að koma hingað en það er eins með hann og aðra sem segjast ætla að koma, maður reiknar mátulega með þeim. Annars ætla ég bara að vera yfir sjónvarðinu á gamlársdag, kannski þokkalega þéttur seinnipartinn en það kemur bara í ljós. Takk fyrir alla pakkana sem við fengum frá ykkur á Íslandi.

3. í jólum

Þá er netið komið í lag og vonandi verður það í lagi eitthvað áfram. Í dag er 27.12 og komið fram að miðnætti. Ég er búin að vera veikur í dag og er búin að sofa meira og minni í allan dag. Árni og María koma í mat á jóladag í hangikét og var okkur frændum bara illt af öllum þessum Íslanska mat enda ekki á hverjum degi sem íslneskt hangikjöt er á boðstólnum og það í boði Draumsins. Annars er allt við það sama. Heiðmundur fer á hælið á mánudag, kemur svo aftur rétt yfir áramótin en fer svo aftur og verður fram að Páskum. Við heyrðum í frú Margréti í dag svona til að fá fréttir af jólaboðinu sem hún var með í dag. Mætingan var fín. Ragnar og co mættu ekki en bæði Inga og Maggý mættu með sitt lið. Það var engin með grímu fyrir andlitinu og menn og börn fengu að hósta og hnerra hvort  upp í annað þetta árið. Þar sem mágkonan mætti ekki var þorandi að hafa nífapör á borðum og engin kom út með ríting í baka. Mikið vildi ég að við efjölskyldan hefðum verið þarna líka. Þá er komið nóg af þessu rugli hérna í bili en við erum að vinna í að setja inn myndir á síðuna.

Bara svoløitiå seint

Þá eru jólin alveg að koma og við eigum eftir að gera allt, og þá meina ég sko allt. Þetta er nú undarlegasti jólaundirbúningur sem ég hef upplifað í 17 ára hjónabandi okkar. Peningar hafa að vísu verið vandamál áður en þessi jól slá allt út. Við fórum með pakka til Íslands í sumar, sem betur fer og ekki verða send út jólakort í ár. Jólaandinn er líka eitthvað að láta bíða eftir sér. Við erum búin að skreyta húsið þokkalega en höfum oft átt betri dag í því. Við fórum öll saman í gær að versla einhverja pakka og vorum allan daginn í Vejle að stússast við það. Og þá að öðru. Ég er farin að vinna og eins og við var að búast er það ekki bara venjulegur vinnutími heldur er þetta tekið með áhlaupi. Er húsvörður á daginn frá 8 til 16 og í þrifum frá 17 til 24. Alveg er þetta furðulegt með mig annað hvort allt eða ekkert. Heiðmundur er komin í jólafrí frá hælinu. Hann var að vísu eitthvað stirður í samskiptum fyrsta daginn en eftir að við fengum leifi hjá lækninum hans til að koma með hann inn aftur fór hann að lagast. Ragnar er búin að singja og spila á nokkrum skemmtunum og svo voru jólatónleikar á fimmtudaginn var og það var hann aðal trommarinn. Ásta er enn í skólanum og ekkert meira um það að segja. Ég var næstum búin að gleyma að hún rústaði spurningakeppni í skólanum á föstudaginn og fékk vegleg verðlaun og allt. Charlotta er bara söm við sig. Það er náttulega spenna út af jólunum og ekki síst jólasveinunum, en þeir eru Íslenskir og gefa í skóinn eins og á Íslandi það er ef börnin eru góð. Ég sagði henni náttulega eina Grílusögu og líka sögur af Jólakéttinum og þá fór hún bara að gráta. Eydís er sennilega sú sem er búin að jólast mest. Hún er búin að eyða stórfé í gjafir en á enn eftir að kaupa handa mér. Nú á hún ekki krónu og mig sem langar svo mikið í Miss Pacman spilakassa, en hann er einmitt á tilboði núna á aðeins 120000. Jón og Begga eru fain til Íslands og við kíkjum eftir nýja húsinu þeirra á meðan. Vottarnir þau Jóhann og Helga eru líka að fara til Íslands svo við verðum bara ein eftir í DK. Jæja þá er þetta orðið gott og vonandi getum við skrifað sem fyrst aftur. Við þurfum bara að borga símann og þá fer netið í gang aftur. 4080 Dk.kr. Gleðileg Jól.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband