Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Helgin

Vöknuðum hress og kát á laugardagsmorgun eftir skemmtilega nótt. Árni og Mæja komu í morgunkaffi og létu ekki vita af loppumarkaði. Við fórum á markaðinn og Charlotta keypti fullan kassa af dóti og var voða glöð. Heiðmundur og Eydís þóttust ekki þekkja okkur og biðu í bílnum á meðan við fórum inn á markaðinn. Ragnar var ekki með því hann fór í sund með vini sínum sem er í 7. bekk og gisti svo hjá honum. við fórum svo í heimsókn til vottanna, en það er Íslensk fjölskylda sem býr í Fasterhotl. Við fengum kónga móttökur eins og alltaf hjá þeim og tróðum í okkur besta kaffi í heimi, brauði og kökum. Heiðmundur fór á rúntinn um landareigninga með Samúel á jeppanum og á eftir fóru þau öll út að sigla þar sem Heiðmundur datt í það og var rennandi blautur. Við fórum svo að skoða tré hjá Árna því hann ætlar að taka flest trén úr garðinum, henda þeim og malbika yfir allt ( held ég). Við fundur fullt af trjám sem við vildum hirða en vorum ekki í stuði til að moka þau upp svo aðgerðum var frestað til morguns. Við fórum síðan heim og í GARÐINN þar sem við vorum að vinna til kl. 21:00. Þá var grillað og fjölskyldan slakaði á saman, fyrir utan Ragnar sem enn var hjá vini sínum. 

Í dag, Sunnudag vaknaði ég snemma, fór í bakaríið, gerði morgunkaffið klárt, vakti alla með kaffi, brauði og kökum. Þá var komið að garðvinnunni. Þar vorum við í allan dag í sólinni og fóðaveðrinu og moka og planta. Við sóttum térn til Árna og settum þau níður. Við kláruðum að helluleggja og hreinsa heitapottinn og nú á bara eftir að koma honum fyrir á nýja staðnum. Fórum svo að sækja Ragnar og þaðan að vinna smá. Ragnar var með hressara móti eftir dvölina hjá Daníel. Þar var hann búin að djöflast á fjórhjóli, liggja í ps2 og hafa það full gott. Við Ásta vorum á fullu við þrifin þegar Charlotta kom grenjandi inn. Ragnar var þá búin að lumbra rækilega á henni og brjóta bílpulluna hennar í klessu. Þessu var að sjálfsögðu tekið með jafnaðargeði enda Ragnar á sérsamning þegar svona kemur upp á. Ég talaði við hann og bað hann að róa sig niður. Inn að þrífa aftur og aftur kemur Charlotta grenjandi. "Ragnar er að berja Eydísi núna" Ég út aftur. ´Þá situr Ragnar upp á Eydísi, búin að ná henni niður og er að lumbra á henni. Eydís var bæði með MP 3 spilara og símann í höndunum þannig að hún átti ekki mikla möguleika á að veita mikla mótspyrnu. Ég tók af henni spilarann og símann og sagði þeim svo að halda afram að slást. Ég varð svo að fjarlægja Ragnar af henni og við það losnaði um málbeinið hjá Eydísi og hann fékk nokkur velvalin orð svona í kveðjuskini. Okkur tókst svo að klára vinnuna og koma okkur á hamborgarastað þar sem við snæddum saman í sátt og samlyndi, NOT. Ætli ég fari bara ekki í garðinn á morgun og dundi mér þar.


fredag

kattarræfillinn føor ekki í litun að þessu sinni en hann fór í sturtu í gær og var ekkert sérstaklega ánægður með það. Svo er búin að vera lús í skólanum hjá krökkunum þannig að við þorum ekki annað en að hafa þau með litað hár. Charlotta var dálítið spæld, en við vildum ekki lita á henni hárið.

Annars er búið að vera brjálað að gera um helgina. við fórum að vinna í skólanum í gær,föstudag, fórum svo bara snemma heim, fórum með avisinn og svo fórum við Ásta á tónleika í skólanum hennar. Börnin voru heima að leika á meðan. Jón Óskar og Begga komu svo til okkar með strákana því við ætluðum saman út að borða og á menningarhátíð á eftir. Eydís átti að passa allt liðið hér á meðan við færum og gerði það með ágætum. Við fórum á Kínastað sem var ekkert spes og við förum aldrei á aftur. eftir matinn fórum við svo i menninguna þar sem var litið á það nýjasta og heitasta í erótíkinni. Þarna var allt vaðandi í spennandi tækjum og tólum og lítið klæddum konum. Sumum konunum var áræðanlega orðið kallt því þær fóra að hella sjóð heitu kertavaxi hver á aðra. Sumar reyndust alveg tómar að innan því nokkrar af þessum fáklæddu konum innbyrgðu alveg djöfuldóm af allskyns tækjum og tólum. Eins og við var að búast eyddum við helling þarna, auðvitað allt í veitingar en fórum verulega sátt út. Jón og Begga buðu svo í coktel á eftir heima hjá sér þar sem málin voru rædd og litið á þann aragrúa varnings sem þau höfðu keypt á sýningunni. Jón var í feiknar stuði framan af en neyddist svo til að skoða augnlokin að innan þegar þau keyrðu okkur heim og sóttu drengina.  


Lagfæring á síðu

Fjöldi fólks hefur komið að máli við okkur og kvartað yfir hversu erfitt og tímafrekt það er að kvitta á síðuna. Eftir þrotlausa yfirsetu höfum við vonandi gert bragarbót á því. Við megum ekki vera að þessu hangsi í þessu frábæra veðri og erum farin út að taka myndir. Látið okkur endilega vita ef einhverrir vankantar eru á síðunni.

Kær kveðja Ásta, Óli og börn.


Til hamingju með afmælið Maggý

Við ætlum að óska Maggý til hamingju með afmælið. Við göbbuðum börnin ekkert í ár enda komin tími til að þau  átti sig á því að það er 1. apríl hahaha LoL. Í skólanum hennar Ástu tókst að gabba helmingin af bekknum og kennarann. Helmingurinn var inni í skólastofunni og þau skrifuðu að það væri að gera við skólastofuna þannig að kennarinn og allir hinir fóru að leita af annari stofu en svo ákvað kennarinn að kíkja inn þá sátu við inni að spjalla Halo. Þá að garðinum við ætlum að skipta um gras á helmingnum og þakplötur horninu sem við hengjum upp þvottinn. Svo ætlum við að færa heitapottinn þangað og búa til garðyrkjuskúr. Pabbi er búinn að gera meira með pallin taka til þar sópa og alles Cool. Kisi er duglegur að veiða hann er búin að veiða fugl, mús og moldvorpu þannig það er nóg að gera hjá honum Gasp. Eftir allan uppganginn okkar hér í garðinum þá fór vaskurinn niður. Óli þurfti að redda þessu tímabundið með spítu til að halda honum uppi W00t.

Kær kveðja Ásta og Eydís og restin af fjölskyldunni. Ps. Eydís biður sérstaklega að heilsaInLove.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband