Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Góða veðrið
29.4.2008 | 17:28
Hér er aldeilis búið að vera gott veður. Ég var svo dugleg í gær að ég hjólaði upp í Hedegaard og sótti Charlottu, Óli keyrði hjólið hennar lottu upp eftir og við hjóluðum til baka aftur. Áður en ég fór að sækja Lottu hjólaði ég út með avisinn, uss hvað ég er dugleg. Núna í dag er farið að rigna og það er nú gott fyrir gróðurinn, en við segjum það alltaf þegar það rignir og við viljum hafa sól, svo við erum ekki búin að vera mikið í garðinum í dag en fórum samt í heitapottinn og slökuðum á.
Ég var að fá að vita hvað ég get valið fyrir praktikina mína og eru það ekki spennandi staðir. Flestu staðirnir eru fyrir fatlað eða þroskahefta, fæ samt ekki að vera heima, en svo get ég líka farið í leikskóla. Ég var í þvi síðast svo ég vildi prófa eitthvað annað, helst í skóla og þá inn í bekk eða í heilsdaggsskóla en það er ekki í boði núna. það var einn staður sem ég hafði hugsað mér að sækja um á en það er klubbuinn sem krakkarnir voru í áður en við fluttum þau upp í Hedegaard. Ég fór í dag til þeirra svona rétt til að sjá og heilsa upp á þau en yfirmaðurinn sem vinnur þar tók ekki sérstaklega vel á móti mér þegar hann vissi að ég ætlaði að sækja um praktik þar svo ég er að hugsa mig um hvað ég á að gera.
Í skólanum í dag var verið að tala um fyrir hvað danir væru þekktir og viti menn, haldið þið ekki að það hafi staðið upp úr hjá fyrirlesaranum hvað danir væru kurteisir, KURTEISIR mæ es, aðra eins ókurteisi hef ég ekki kynnst, og hef ég þó komið víða. Við Bega bara hristum hausin og sögðum ekki neitt. Til viðmiðunar vóru svo tekin einhver bananalönd og þá vara þetta kannski ekki eins skrítið. Ekki var mynnst á norðurlöndin í þessu sambandi sem mér fannst skrítið. Jæja nú hef ég ekki meir að segja kannski skrifar Óli eitthvað seinna. Bið að heilsa öllum þarna Ásta.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heitt
28.4.2008 | 13:33
Gleðilegt sumar
24.4.2008 | 18:01
Í dag er sumardagurinn fyrsti svo gleðilegt sumar öll sömul. Í dag er líka farið að rigna hjá okkur en undanfarina daga hefur verið sumarblíða hjá okkur, allt upp í 20 stiga hita og glampandi sól dag eftir dag. Vinkona hennar Charlottu kom í heimsókn til hennar í gær. Eitthvað eru foreldrar hennar á öðrum hitaskala en við því blessað barnið mátti ekki fara í heitapottinn og átti að vera helst í úlpu og húfu ef hún færi út. Ég sendi þær bara upp í skóla að leika með Ragnari og vini hans. Á leiðinni heim kemur svo mamma stelpunnar og sér þær vera að labba "einar" heim. Hún tekur þær upp í bílinn og kemur hingað alveg brjáluð. Auðvitað var það Ásta sem fékk skammirnar og var alveg miður sín á eftir. Það hefði nú verið gaman ef hún hefði skammað mig,hehe. En hvað er að fólki? Ég fór svo í að útskíra fyrir Charlotta að hún fengi ekki að leika við þessa stelpu meira og auðvitað kostaði það grát og allt það. Ætli ég verði svo ekki að fara að vinna eitthvað. Fór og sótti um á sóp aftur og byrja sennilega eftir nokkra daga, þegar búið er að setja sópinn saman. Ég var nú ekkert að monta mig neitt í viðtalinu, sagðist bara vita um hvað þetta snérist og að ég gæti bjargað mér ef eitthvað bilaði í vélinni og þeir buðu fín laun. Svo er farið að rigna núna, það passar þeir spáðu sólskini. Best að fara og borða eitthvað, kílóin sem ég náði af mér um daginn eru greinilega farin að sakna mín.
Helgin og stóri bænadagurinn
20.4.2008 | 21:21
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.4.2008 kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vorið er komið
15.4.2008 | 21:17

Helgin og rúmlega það
15.4.2008 | 17:24
Föstudagur og allt að verða vitlausara
11.4.2008 | 23:07
Hér vöknuðum við í sól og hita og bara frábært veður. Þegar allir voru farnir í skólann sinn datt ég inn í leikrit og sofnaði yfir því, mjög spennandi. Ásta var búin snemma og kom við hjá Mæju og fékk þar kaffi. Hún kom svo heim í ofvirknikassti og fór að planta trjám og plöntum og rak mig á fætur. Ég tók náttulega einn þátt af Falcon krest og dreif mig svo í að koma henni í fleirri verk og fá mér að borða. Líkamsræktin fékk frí í dag enda half slappur eftir hjólreiðar og lyftingar síðustu daga. Við fórum samt í golf í dag. Óli, Ásta, Ragnar og Charlotta fórum í golfkennsludag hjá golffélaginu hérna en Eydís horfði á. Heiðmundur var bara heima og dreifði huganum í tölvunni. Við hittum þýskukennarann hans Heiðmundar og þar fékk stóra barnið okkar ekki mikin plús. Hún sagði að lögregluhundurinn Rex myndi sennilega standa sig betur á skriflegu prófi en Heiðmundur. Seinnipartinn fór að rigna og þá varð ég að drífa mig að bera áburð á garðinn og trén og klára að saga við í arininn. Kvöldmaturinn var í boði afa sjoppu, lambakjöt af bestu gerð 2008 árgangurinn og heppnaðist það virkilega vel. Annars er margt að brjótast um í okkur þessa dagana. Ég þarf að koma mér í vinnu aftur og það verður ekki létt, enda búin að hanga heima í óra tíma og gera ekki neitt eins og alvöru húsmóðir. Myndir af okkur eru enn á leiðinn inn en vegna anna hjá herra Vald hafa þær ekki komið inn enn. Annars er allt við það sama hérna. Við alltaf jafn skít blönk og allt það. Mikið væri annars gaman ef ég hefði einn Einsa hér til að kommentera á okkur, mig vantar alveg einhvern til að snakka sammen med.
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.4.2008 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja
10.4.2008 | 22:04
Í dag byrjum við á garðinum, svona til tilbreytingar. Við erum bara búin að gera voða lítið núna, erum aðalega í að finna nýjar plöntur, áburð og gosbrunn. og þá er það upptalið. Fórum í smá verslunarleiðangur og keyptum nýtt hjól handa Eydísi, voða flott náttulega, hlaupaskó á eldripartinn af fjölskyldunni og íþróttaföt í stíl og nokkrar plöntur. Ásta var líka voða góð og gaf mér nýjan farsíma. Ég kom með minn gamla inn í búðina og allir í búðinni og þá meina ég allir koma til að skoða þetta foláta símtæki og margir spurðu "hvað er þetta eiginlega". En þetta var nú bara ekta sími fyrir mig, kannski ekkert þjáll í vasa en góður í tösku og gerði sitt gagn. Við fórum á foreldrafund með kennurunum hans Ragnars og hann var bara vel heppnaður. Ragnar mun betri en við þorðum að vona og hefur tekið miklum framförum í skólanum námslega. Smiðurinn og tryggingakallinn mættu á fimmtudag og tóku út hvað á að gera og nú á bráðlega að fara gera eitthvað. Náttulega ekki eins mikið og við vildum en samt mikið. Charlotta er búin að missa enn eina tönnina og slær nú öll hraðamet í að borða spaggetí, en getur ekki sagt S. Svo var ákveðið að Gunnar Einarsson komi hingað í heimsókn í sumar, viku eftir að við komum frá útlandinu og það verður áræðanlega gaman að fá hann, allavega sagði Ragnar yes yes. Annars er sumarið alveg að koma hérna. 10 stiga hiti dag eftir dag en oft kalt á nóttunni og kisi fær því að sofa inni. þá er þetta bara orðið gott. Nýjar myndir að okkur koma vonandi fljótlega, en Einar Vald verður að redda tölvunni fyrst. Tæknin eitthvað að stríða okkur hérna.
Vinir og fjölskylda | Breytt 11.4.2008 kl. 05:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ekki garðurinn
8.4.2008 | 21:04
Til hvers að vera með síðu hérna? Allir að væla yfir að gera síðu svo það sé hægt að fylgjast með okkur hérna og hvað við erum að gera og svo nennir engin að kíkja á síðuna og kvitta, en hvað um það.
Smiðurinn ætlar að kíkja á morgun með tryggingakallinn með og það verður spennandi. Var að stússast í allan dag og það er ljóst að ef ég ætla í skóla skal ég borga allt sjálfur og það er gott að vita það. Þá er ég ekki að gera mér vonir um að fá námsstyrk. Garðurinn var alveg látin í friði í dag. Heiðmundur fór til tannsa og á að koma aftur á mánudaginn til að fá spangir. Ásta er að spá mikið í skólann sinn þessa dagana og aðalega hvernig á að setja upp og skrfa "deklaration" en henni hefur gengið ágætlega með okkar Eydísar hjálp. Ég hef því miður ekkert verið í Biblíulestri upp á síðkastið og er farin að sakna þess. Vonandi hefur Jóhann samband við mig og færir mér góðar fréttir. Nú styttist í ferðina okkar til Búlgaríu og allir eru farnir að hlakka til. Gunnar Hrafn kemur svo vonandi til okkar eftir ferðina og verður það bara gaman. Elsku vinir drullist þið svo til að kvitta á síðuna það tekur ekki svo langan tíma.
vorverkin
7.4.2008 | 21:14
Það var kalt í morgun, frost og allt. Ragnar ákvað samt að hjóla í skólann en Ásta keyrði Eydisi og Charlottu í Skólabussen en Heiðmundur var veikur heima. Það var ekki við öðru að búast enda fór hann út að labba um helgina. Ég var innivið að stússast og horfði síðan á Falcon crest enda mikill aðdáandi þeirrar seríu. Ég notaði tækifærið og nærði mig vel yfir þættinum og í miðjum þætti og í miðju áti kom Ásta heim úr skólanum. Við fórum svo í garðinn saman og héldum áfram með vorverkinn. Nú er heiti potturinn kominn á sinn stað og búið að setja niður öll trén. Nýja gangstéttinn er líka tilbúin og helluplanið fyrir framan nýja pallinn og búið að tengja allt saman sem eina heild. Svo slóum við grasið í fyrsta skipti í ár og tókum verkfærinn og allt draslið og gengum frá því. Nú verður að fara á haugana á morgun með allt sem við erum búin að klippa og skera af og drasl sem við ætlum að henda. Smiðurinn kom líka í dag en hann ætlaði að koma fyrir tveim vikum. Merkilegt hvað brandarinn um smiðinn sem rak við í hendina á sér hljómar illa á dönsku. Smiðurinn ætlar að koma aftur á miðvikudag og þá með enn einn tryggingakallinn og það verður spennandi. Annars höfum við það bara gott hérna eins og er og vonumst til að það breytist ekki.