Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Evróvisíon partý
24.5.2008 | 17:03
Hér er allt að vera vitlaust út af söngvakeppninni. Við erum náttulega með teiti, matur, vín, snakk og allt tilheyrandi. Við erum búin að vera í garðinum að stússast í allan dag með smá hléum inn á milli. Við þurftum að sækja Eydísi í morgun, en hún fór í afmælisveislu í gær sem stóð í alla nótt. Hún sagðist náttulega ekki vera þreytt þegar hún var komin heim en eftir 30 sec. fyrir framan sjónvarpið var hún sofnuð. Charlotta fór svo í afmæli kl. 1100 til 1400 og á meðan náðum við góðum spretti í garðinum. Við klipptum trén, ´settum niður græðlinga, vökvuðum og kanntskárum. Já talandi um vökvun,þá hefur ekki komið dropi úr lofti síðan ég setti þakið á pallinn og það er mánuður síðan. Þetta er náttulega enn eitt metið sem við erum að upplifa hérna. Það hefur aldrei áður verið svona þurrt í maí mánuði síðam mælingar hófust. Heiðmundur kom svo heim um kl. 1500 en hann var boðin í nördapartý í Horsens eftir skóla í gær, föstudag og gisti þar. Við vonumst svo til að Íslandi gangi nú vel í keppninni í kvöld og verðum með alla tiltæka síma við hendina til að kjósa okkar fólk. Áfram Ísland.
Og þá kom sólin til að hlýja okkur
23.5.2008 | 17:57
Allt við það sama hér
22.5.2008 | 18:09
Í dag var ég heimavinnandi. Ég gafst upp á þessari vinnu sem ég var byrjaður í og þar með er það bara af. Annars er enn kallt hérna, enda við orðin góðu vön. 15 til 18 gráður þykir orðið kallt hjá okkur, það er varla hægt að vera í garðinum nema þá í pottinum góða. Ég var að vonast eftir að heyra eitthvað frá Maggý því fyrir nokkru sendi ég henni CD með spennandi myndum og uppsýsingum um heita potta. Heiðmundur er loksins komin með spangir og hann tekur sig bara vel út með þær. Ásta er á fullu þessa dagana að lesa og æfa undir vorprófin og er í slagtogi með Bergboru, sem heitir í raun Bergþóra en danska lyklaborðið býður ekki upp á að það sé stafsett rétt, og mér skilst að þær séu að gera góða hluti saman. Við fengum bréf frá Casablanca um að það væri búið að samþykkja Charlottu sem aðalmódel fyrir Bilka-avisin og nú er hún alveg að farast úr spennu yfir því. Einar vald átti verulega góðan sprett í maraþonhlaupinu síðustu helgi og bætti sig um 25 mín. sem er gott. Til hamingju Einar Vald. Ég hef ekkert komist í Biblíulestur í tvær vikur og er svo sannarlega komin með frákvarfseinkenni. Hringdi því í Jóhann í dag og þá lá kallinn í flensu ásamt fleirum á heimilinu og virkaði frekar óhress í símann. Við hérna erum hinnsvegar við góða heilsu og aldrei verið hressari. Við segjum frá garðinum í næsta pistli, enda tíminn úti og evróvissíon að byrja.
kuldi
18.5.2008 | 16:55
Núna finnst manni bara ískalt þegar það er bara 12 stiga hiti. Svona er þetta þegar maður er góðu vanur . Já nú er maður farin að finna fyrir því að Óli er farinn að vinna sérstaklega á skapinu. Það er eiginlega ekki hægt að vera í kringum hann í dag útaf vinnunni. Hann hugsar ekki annað en þessa vinnu og hvernig þetta er hjá þeim og hvernig Þeir standa sig. Það er allt eitthvað svo óöruggt hjá þeim, þeir vita ekki við hvern hann á tala við og ekkert númer á verkefnunum, þar að auki er örugglega bara rassvasabókhald þar. En svona er þetta þegar maður er að byrja í nýrri vinnu og er ekki ánægður með hana. En vonandi kemst hann yfir þetta eða fær einhverja betri vinnu
. Æfingasvæðið sem ég á að fara í er spennandi að ég held. Það er skóli með vandræða unglinga og börn frá 8 til 18 ára. Það er líka lokuð deild þarna sem ég vonast að ég fari ekki á
.
Eins og þið vitið þá er ég svolítið smeik við vandræðaunglinga en ef ég lendi þar þá held ég að það gangi allavega vona ég það . Nú hef ég ekki meira að segja svo ég hætti núna og ég vona að þið afsakið skriftina mína og stafsetninguna mína
.
Ný færsla
17.5.2008 | 20:13
Sumarið komið
11.5.2008 | 19:49


Nýtt hitamet í dag.
7.5.2008 | 18:45
Í Give
6.5.2008 | 19:44
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góða veðrið
29.4.2008 | 17:28
Hér er aldeilis búið að vera gott veður. Ég var svo dugleg í gær að ég hjólaði upp í Hedegaard og sótti Charlottu, Óli keyrði hjólið hennar lottu upp eftir og við hjóluðum til baka aftur. Áður en ég fór að sækja Lottu hjólaði ég út með avisinn, uss hvað ég er dugleg. Núna í dag er farið að rigna og það er nú gott fyrir gróðurinn, en við segjum það alltaf þegar það rignir og við viljum hafa sól, svo við erum ekki búin að vera mikið í garðinum í dag en fórum samt í heitapottinn og slökuðum á.
Ég var að fá að vita hvað ég get valið fyrir praktikina mína og eru það ekki spennandi staðir. Flestu staðirnir eru fyrir fatlað eða þroskahefta, fæ samt ekki að vera heima, en svo get ég líka farið í leikskóla. Ég var í þvi síðast svo ég vildi prófa eitthvað annað, helst í skóla og þá inn í bekk eða í heilsdaggsskóla en það er ekki í boði núna. það var einn staður sem ég hafði hugsað mér að sækja um á en það er klubbuinn sem krakkarnir voru í áður en við fluttum þau upp í Hedegaard. Ég fór í dag til þeirra svona rétt til að sjá og heilsa upp á þau en yfirmaðurinn sem vinnur þar tók ekki sérstaklega vel á móti mér þegar hann vissi að ég ætlaði að sækja um praktik þar svo ég er að hugsa mig um hvað ég á að gera.
Í skólanum í dag var verið að tala um fyrir hvað danir væru þekktir og viti menn, haldið þið ekki að það hafi staðið upp úr hjá fyrirlesaranum hvað danir væru kurteisir, KURTEISIR mæ es, aðra eins ókurteisi hef ég ekki kynnst, og hef ég þó komið víða. Við Bega bara hristum hausin og sögðum ekki neitt. Til viðmiðunar vóru svo tekin einhver bananalönd og þá vara þetta kannski ekki eins skrítið. Ekki var mynnst á norðurlöndin í þessu sambandi sem mér fannst skrítið. Jæja nú hef ég ekki meir að segja kannski skrifar Óli eitthvað seinna. Bið að heilsa öllum þarna Ásta.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heitt
28.4.2008 | 13:33