Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Lagfæring á síðu
3.4.2008 | 11:51
Fjöldi fólks hefur komið að máli við okkur og kvartað yfir hversu erfitt og tímafrekt það er að kvitta á síðuna. Eftir þrotlausa yfirsetu höfum við vonandi gert bragarbót á því. Við megum ekki vera að þessu hangsi í þessu frábæra veðri og erum farin út að taka myndir. Látið okkur endilega vita ef einhverrir vankantar eru á síðunni.
Kær kveðja Ásta, Óli og börn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Til hamingju með afmælið Maggý
2.4.2008 | 20:08
Við ætlum að óska Maggý til hamingju með afmælið. Við göbbuðum börnin ekkert í ár enda komin tími til að þau átti sig á því að það er 1. apríl hahaha . Í skólanum hennar Ástu tókst að gabba helmingin af bekknum og kennarann. Helmingurinn var inni í skólastofunni og þau skrifuðu að það væri að gera við skólastofuna þannig að kennarinn og allir hinir fóru að leita af annari stofu en svo ákvað kennarinn að kíkja inn þá sátu við inni að spjalla
. Þá að garðinum við ætlum að skipta um gras á helmingnum og þakplötur horninu sem við hengjum upp þvottinn. Svo ætlum við að færa heitapottinn þangað og búa til garðyrkjuskúr. Pabbi er búinn að gera meira með pallin taka til þar sópa og alles
. Kisi er duglegur að veiða hann er búin að veiða fugl, mús og moldvorpu þannig það er nóg að gera hjá honum
. Eftir allan uppganginn okkar hér í garðinum þá fór vaskurinn niður. Óli þurfti að redda þessu tímabundið með spítu til að halda honum uppi
.
Kær kveðja Ásta og Eydís og restin af fjölskyldunni. Ps. Eydís biður sérstaklega að heilsa.
Helgin búin
30.3.2008 | 20:49
Þá er helginni lokið og skóli og vinna næstu fimm daga. Búið að vera brjálað að gera alla helgina. Í gær, laugadag, skrapp ég með Sigga í Vandel til Köben. Þar hittum við frú Margréti og Rikka og fórum í skoðunarferð um borgina. Skruppum í Kristjaníu og þar var stungið upp á að borða þar saman. Ég hélt að ég yrði ekki eldri en lét mig samt hafa það. Bæði Rikki og Siggi notuðu minnst 10 gafla við að borða matinn þarna( plast hnífapör) enda tókst þeim að velja alveg órtúlega ógirnilega steik. Ég lét mér nægja lagesagne og notaði bara 1 gaffal. Ég notaði tækifærið að keypti mynjagrip og ætla að prófa hann seinna. Í dag er ég aðalega búin að vera í garðinum, enda um eilífðarverkefni að ræða þar. Við erum ss. búin að hafa það gott. Ég ætla að minna ykkur á að nú er búið að breyta tímanum. Þannig að nú er komin sumartími og það munar 2 tímum á Íslandi og Danmörku.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dagurinn í dag
28.3.2008 | 22:27
Allir fóru í gær í skólann. Ég var á fullu í skólaleikritinu mínu og það gekk allveg glimrandi. Ég var trúður og sló taktinn í stomp atriðinu. Mér fannst þetta ógeðslega gaman. Börnin fóru í skólan og allt gekk eins og venjulega þar. Óli hékk heima og fór svo á bíbliu námskeiðið með Jóhanni fyrir hádegi. Þannig var dagurinn í gær annað markvert gerðist ekki.
Í dag keyrði Óli mig í skólann. Í dag fengu gruppurnar í skólanum feetback frá sýnunginni og við þurftum að fara upp og kinna okkar stikki og afhverju við völdum það. Eftir skólann fórum ég og Óli til vejle og stússaðist þar. Ég keypti mér íþróttaföt og háralit og að sjálfsögu Mac donalds fyrir alla fjölskylduna. Við fórum í skólan til barnana þar sem allir fengu sér Mac donalds og kók og fóru svo í hreingerningar ham. Við þryfum skólann, SFO/inn, fóru með avísinn og enduðum á bankanum. Síðan fórum við heim og elduðum við góðan mat og áttum yndislega kvöldstund saman.
Loksins erum við komin líka með síðu eins og allir hinir
26.3.2008 | 22:03