Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
2000 og 10
10.1.2010 | 19:16
Þá er komið árið 2010 og í dag á Eydís afmæli. Það þýðir að það er 10 jan í dag. Hér er allt við það sama og venjulega. Sömu peningavandræðin, sömu veikindin á Heiðmundi, ég er búin að vera virkilega slæmur í vinstri öxlinni og fékk sprautu í hana síðasta fimmtudag. Ásta er enn í skólanum og gengur bara betur og betur. Hún byrjar í praktik í febrúar, er það í 6 mánuði og síðan eru það lokaprófin. Undanfarin mánuð hefur líka allt verið að kafi í sjó og tafið á öllum samgöngum eftir því. Þá er þetta bara alveg ágætt í bili.
jæja
25.10.2009 | 00:12
Hér er allt við það sama. Sami aumingjagangurinn á öllu og öllum og fer versnandi er eitthvað er. Lifið heil.
Átakið gengur bara vel,
2.9.2009 | 17:31
eða hvað? Sýnist lífið vera komið á feisbúkk svo það er bara svona fyrir mig að skrifa eitthvað og til að geyma ekki Íslenskunni. Var að hjálpa Ástu með skólaverkefni og eins og við var að búast var þakklætið ekkert og bara vanþakklæti, en ég er að verða vanur svona þannig að ég verð bara geðvondur í smá tíma og nenni því ekki meira. Ég er náttulega heima þessa dagana eins og flestir vita. Er búin að slíta krossband í vinstra hnénu eina ferðina enn. Nú er bara spurning um hvort það sé hægt að gera eitthvað við þetta fyrir mig. Er skráður í veikindafrí í 1 til 3 mánuði. Sumarið í sumar er búið að vera það versta og leiðinlegasta frá því ég flutti hingað. Það hefur nánast verið rigning upp á hvern dag frá því í endaðan maí og ég ekki náð að verða sólbrúnn og langt frá því. Heiðmundur er í skólanum í Grindsted en er allt af mikið frá vegna viðtala og vesins vegna veikindanna. Þá er ekki meiri friður.
Verð að taka mig á
26.8.2009 | 22:49
Ó já. er ekkert búin að vera hérna lengi og því er hellingur að gerast og búið að gerast. Eins og venjulega er fátt jákvætt en þó hægt að finna eitthvað. Í dag fórum við fyrir rétt vegna þess að við skuldum enn skólagjöld í skólanum hans Heiðmundar og gengum frá því máli í bili. Bíllinn bilaði og fó aftur á verkstæðið. Ég sótti hann svo seinnipartinn og þá hafði komið í ljós að viftureiminn var farinn. Ég lét skipta um allt sem var um það bil að bila og bað þá um að senda mér reikning, veit ekki einu sinna hvað þetta kostaði. Heiðmundur er í nýja skólanum þeas þegar hann má vera að því, hann er í viðtölum og einhverju vesina nánast á hverjum degi svo hann er allt of mikið frá í skólanum. Hann hefur líka verið að léttast mikið undanfarið sem þýðir að hann er aftur komin meið eina rönd á náttfötin sín. Við fengum konu til að koma hérna í heimsókn og messa yfir honum og okkur í gær og svo er bara að bíða og sja hvað það þýðir. Ef ekkert er að ganga verður hann lagður inn aftur. Ég frétti líka í dag að pabbi mágkonu minnar væri dáin og er það sjálfsagt leiðinlegt fyrir þá sem þekktu hann. Mig langar að segja svo margt núna að það er sennilega best að segja sem minnst. Ef einhver vill kaupa húsið hérna þá er það til sölu fyrir lítin pening og ég hef aldrei verið eins nálagt því að biðja um skilnað því hér er ekkert að ganga hjá okkur, frekar en venjulega. Nenni ekki meir í bili nema að Bergþóra gengur með barni sem er bara gaman fyrir hana og ekki síður Jón okkar. ég sendi þeim allar mínar bestu kveðjur og gangi ykkur vel í baráttunni.
Löng löng pása
13.8.2009 | 00:18
Nú er enn lengra síðan ég skrifaði síðast og ekkert skrítið við það þar sem líf margra er komið á þetta feisbúkk og í sjálfusér ekki neinu við það að bæta. Ég er enn að vinna í skólanum og er það bara fín vinna, en vinnufélagarnir eru bara eitthvað öðruvísi en ég og ég er ekki að meika það. Ásta er byrjuð í skólanum og það tölvulaus því hún fór bara ú rusl í sumar. Meira að segja Einar vald gat ekkert gert við hana og dæmdi hana ónýta. Heiðmundur er líka byrjaður í skóla og að þessu sinni í Grindsted. Þar ætlar hann að klára 10 bekkinn og er bara þokkalega ánægður með skólann svona til að byrja með. Eydís, Ragnar og Charlotta byrjuðu svo í dag í sínum skóla. Þau vildu náttulega fá lengra sumarfrí og get ég alveg skilið það. Frá föstudega til laugardags á svo að gista í skólanum hjá þeim bæði börn og foreldrar og verður fróðlegt að sjá hvaða afsökun mér tekst að grafa upp svo ég geti sleppt þessu. Ég vil bara verð heima og slaka á eftir erfiða vinnuviku. Nú er klukkann að verða 2:30 ða nóttu og verkjalyfin að byrja að virka þannig að það er best fyrir mig að koma mér í rúmið aftur.
Eftir langa pásu
30.7.2009 | 03:58
Efrir þessa löngu pásu er um að gera skrifa eitthvað sem mé býr í brjósti. Júlímánuður er búin að ver hreint út sagt ömurlegur. Veðrið hefur ekki verið gott, sambandið milli mín og barnanna minna herur ekki verið gott og sambandið milli okka hjónanna hefur verið með því alvesta frá því sögur hóvust. Við eru, algjörlega á sitthvorri skloðununn hvað allt varðar þessa dagana. Ég er að spá í að fara tíl útlanda í svo sem eina viku því þessa næstu viku ætlar Gunnholur og Lesse að ver hérn aí heimsók og ég er ekki að meika það. ég þoli ekki þegar ég er settur skör niður af konunni minni en einhver annar, fyrir utan hvað þau eru miklir sóðar. Svo er sumarfríið að vera búið. Ég er ekki að nenna með meiu móti að hitta þessa djöfulls auminga sem ég ér að vinna með. Bónó pg Anna eru svo að flutja í næstu viku þannig að ég verð ann verr staddur en áður. Jón Óskar verður samt hérna og reynist hann að vanda vera hin besti haukur í horni. þa hefur ekki staðið á þeim hjónum, Jóni og Beggu að hlaupa undir bagga með okkur hérna með að lána okkur bíl í okkar óförum og er bara gott um það að segja. Annars er ég sjálfur búin að vera alveg svakalega langt niðri undanfarna daga og er ekki alveg búin að tækla hvernig ég á að komst í gegnum það. Einar Vald er samt búin að reynas, ein og venjulega besti vinur í raun og hvetur mig áfram þrátt fyrir allt. þær mótbárur og leiðindi sem ég verð fyrir dags-daglega þarf ég bara að tækla og feisa eins og ég get ve l þega ég er í satandi til, er bara ekki í því ástandi eins og er. þá er þetta bara fínt, nenni ekki meira og er farin að soafa.
Ekki á ferðalagi
17.7.2009 | 17:56
Það hefur aldrei verið skemmtilegra að skrifa hérna en einmitt um þessar mundir. Það hefur ekki komið kjaftur inn á síðuna svo lengi sem elstu menn muna. Við höfum það bara eins hérna, eða allt við það sama. Nú styttist í að Inga siss eigi afmæli og verður gaman að fylgjast með hvort afmælið í ár verði jafn viðburðarríkt og síðast þeða hún átti stór-afmæli. Svo er farið að rigna sem er gott fyrir gróðurinn. Gunnhildur og Lasse komu í gær með sitt lið og ætla kannski að koma aftur. Svo nenni ég ekki að skrifa meira.
Í dag
14.7.2009 | 22:04
Þetta er búin að vera fínn dagur hérna. Í raun ekkert heitt svona um 26 gráður og léttskýjað að köflum og nokkrir dropar féllu líka. Við hjónin vorum bara í garðinum að slá, klippa og keyra mold í nýja beðið, smá hreingerningar og bara rólegt. Ætluð að grilla á morgun og gera okkur glaðan dag. Fara í pottinn og kíkja á Gordon Ramsey held ég, annars er ég ekkert inn í svona leikurum. Við kíktum í gærkvöldi til Jóns og Beggu til að sækja Charlottuna og Ragnar en þau vildu ekki koma með þegar við fórum að vinna. Jón bauð náttulega upp á bjór og romm og pizzu þannig að ég fór heim bæði saddur og glaður. Alltaf gaman að heimsækja Jón, hann er höfðingi heim að sækja.
Langt síðan ég skrifaði
13.7.2009 | 10:50
Nú hef ég bara ekki skrifað neitt hérna alveg lengi lengi og það gengur bara ekki. Best að segja frá því að veðrið leikur við okkur hérna og hefur gert það alla síðustu viku, not, eða alveg frá því ég fór í "sumarfrí". Yfir 20 stiga hiti dag eftir dag, grenjandi rigning og allt of mikill blástur. Það er ekki búin að vera einn sólbaðsdagur í langan tíma og eru sumir hérna farnir að tala um að fara til Íslands í sólbað. Ég er nú ekki alveg á þeim buxunum því þetta veður er náttulega gott fyrir gróðurinn því hér var allt að skrælna fyrir skömmu síðan. Ég hangi náttulega mest í garðinum og er "rauður" sem þýðir að ég er duglegur að fá hjálp frá öðrum hérna og passa vel upp á að allir hafi eitthvað að gera svona svo þeim leiðist ekki í sumarfríinu. Ég er líka búin að tengja fjögur ný ljós í barnaherbergjunum og er að vinna í að setja upp ljós á pallinum. Sjálfrennireiðin á bænum fór náttulega ekki í gegnum skoðun og fannst eitt og annað að sem ég nenni ekki að telja upp en er samt óþolandi. ´Ásta fór í morgun ásamt Heiðmundi, Ragnari og Charlottu til Beggu og Jóns Óskars til að baka eitthvað spennandi, held rúgbrauð og eitthvað meira. Svo eru foreldrar Jóns Óskars að koma til þeirra í vikunni og ég er að vonast eftir að vera boðin þangað í mat og að pabbi hans eldi því hann er frábær kokkur. Gunnhildur og Lasse eru búin að boða komu sína á morgun, svona rétt eins og síðast sem var á föstudag en þá komu þau ekki þannig að nú er bara að bíða og sjá. Þá er þetta orðið gott.
sól og sumar í garðinum
5.7.2009 | 23:37
Já það var aldeilis sól og sumar í garðinum í dag. Ég var nú ekkert að drífa mig á fætur snemma og loksins þegar ég drattaðist í gang var komið hádegi. Við fengum súpu og brauð og náttulega ferska á vexti. Við áttum eftir að vinna þannig að við drifum í því og kíktum svo til Árna og Maríu á efitir og fengum kerruna lánaða. Við fórum í fix og jem og eyddum fullt af peningum og fórum svo í garðinn og gerðum og gerðum. Bambussinn er allur farinn og enn ein grindin komin upp í staðin þannig að nú get ég aldeilis verip á honum litla mínum í sólabaði í garðinum án þess að nágranakonurnar renni til í eldhússtólunum með kíkinn í annari og þurskreytinguna í hinni. Vottarnir kíktu svo á okkur í kvöld og höfðu með sér smá glaðning, frábært. Heiðmundur og Ásta fóru í hárgreiðsluleik í kvöld og eru enn að stússat við háralitun og greiðslur. Ég er búin að skrá mig í hlaup þann 15. ágúst alveg 8,4 km. og er búin að leggja undir stórar fjáræð og ég mundi klára þetta á innan við hálftíma. Ég er svo að bíða eftir svari frá heimavarnaliðinu hérna en ég er búin að sækja um inngöngu í liðið. Þar fær maður leiðsögn í meðferð skotvopna sem kemur sér ákaflega vel í mínu tilfelli. Svo er bara að æfa vel og þá er aldrei að vita nema ég komi fram hefndum fyrir voðaverk annara í minn garð fyrir næstum áratug síðan. Eydís er alveg í kasti þessa dagana og nennir ekki að gera neitt hérna á heimilinu og það er alveg að gera mig geðveikari. ég er komin í sumarfrí í vinnunni og það er að hafa árif á mataræðið því ég er alveg að missa mig í ofáti og ólifnaði og vyktin komin yfir þau mörk sem ég setti mér. Við erum nátulega byrjuð að versla fyrir jólin og vonandi verðum við búin að því fyrir jól þetta árið. Heyrði í Tryggva bróðir í gær og sagði henn með þá að það væri allt í lukkunar velstandi hjá honum og Ragnari og getum við ekki annað en samglaðst þeim fyrir baráttuna sem þeir eru í því þeir klára þetta dæmi vel. Þá er bara að fara inn í stofu og fá sér eina kalda.