Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

sumar og sól

Í dag er laugardagur eða réttarasagt laugardagskvöld og ég bara nokkuð hress. Undanfarna daga hefur veðrið leikið við okkur hérna í Danaveldi. Hitinn er búin að vera á bilinu 30 til 40 gráður og bæði sól og skýjað. Ég er komin í sumarfrí úr skólanum og var það kærkomið. Ég bætti samt við mig í hreingerningunum bara svona til að fá full laun þennan mánuð, var ekki búin að vinna mér inn fullt sumarfrí á launum. Bónó og Anna komu hérna á fimmtudagskvöld eftir velheppnaða Lególansds ferð og stoppuðu smá stund hérna. Þau eru á leið til Íslands í ágúst. Þau eru búin að selja húsgögnin sín og svo skemmtilega vill til að það er engin önnur en Aðalheiður Guðlaugsdóttir sem er kaupandinn, hehe. Hún kemur einmitt hingað 15. ágúst og við eigum að koma henni af stað hérna. Í gær fórum við í grill til Árna og Maríu og var það bara gaman. Þegar við vorum á leiðinni til þeirra sóð opinberi hitamælirinn í 35 gráðum og það vara skýjað. Í dag erum við bara búin að hanga í garðinum. Charlotta fór í afmæli hjá bekkjarsystkyni sínu og var þar til 14:30. Eydís er í kveðjupartýi hjá Lærke og kemur fyrst heim á morgun. Ásta skipti um vatn í sundlauginni og kom skyggni fyrir við hliðina á lauginni svo hún fylltist ekki af drasli um leið. Ég var í bambusnum, er að koma því síðasta í burtu. Ég bar svo á allann pallinn og nýju hliðin og fór með 6 lítra af olíu á þetta. Verð samt að kaupa meira til að klára allt verkið. Við grilluðum svo í kvöld og höfðum það kósí úti á palli. Eftir matinn fór ég og reitti tvö beð og skellti mér svo í pottinn, sem var bæði heitur og hreinn. Í kvöld á bara að slaka á og hafa það náðugt. Ég fór líka aðeins í símann í dag og þá fékk ég að vita að Bogi Sigurður væri allur. Heyrði líka í Tryggva bróðir sem er hættur að dópa, frábært. Hann var að vanda hress og alltaf gaman að heyra í honum. Eins og ég vissi var hann ekki jafn heppinn í Ástum og ég en hún er nú samt að senda einhver sms og er greinilega eitthvað spennt enn. Nú ætla ég að fá mér eina kalda og slappa af fyrir framan imbann. 


Síðasta vika

Vikan hérna og helgin eru búin að vara alveg ágæt. Við fórum á sumarhátið í skólanum hjá börnunum og var það bara alveg með besta móti. Ég var reyndar eitthvað veikur á föstudag og fór ekki að vinna neitt og þurfti að taka afleiðingunum í morgun þegar við fórum að þrífa. Eydís útskrifaðist með 12 í stærðfræði og það er ekki hægt að kvara yfir því. Heiðmundur fór til Kolding á djammið þrátt fyrir veikindin og var þar bæði blind fullur og vetlingalaus. Hann kom svo hérna heim á laugardag og svaf hálfan daginn og alla nóttina, en hann hafði verið heima hjá einhverjum. Við erum náttulega búin að vera mikið í garðinum enda búið að vera fínt veður núna. Bambusinn er næstum alveg farin og búið að undirbúa allt fyrir nýjan jarðveg. búið að tæma kerruna og vökva allt. Nýju trén eru eitthvað að slappast en ég var svo ánægður með hvað þau tóku vel við sér til að byrja með. Ég er búin að setja upp enn eitt grindverkið á milli húsa hérna þannig að nú á bera eftir að setja það síðasta upp þá er þetta alveg eins og ég vil hafa það. Við ætluðum að grilla í kvöld með Bónó, Önnu og börnum en þau afboðuðu þannig að við erum bara hérna fjölskyldan og grilla og hafa það gott í hitanum. Opinberi mælirinn stóð í 29 stigum klukkan 16:00 en það er skýjað. Nú er grillið eitthvað að gefa eftir í baráttunni þannig að ég verð að sinna því, bæ

Jólin koma brátt

Þá er dagurinn að styttast aftur eða daginn tekin að stytta og ég get farið að hlakka til jólanna. Ég man ekki eftir eins leiðinlegu veðri hérna yfir sumartímann eins og verið hefur í sumar. Það er búið að vera kallt og hrissingslegt nánast síðan í maí. Hitinn er búin að vera í lágmarki og erum við enn með kveikt á sumum ofnum til að halda á okkur hita hérna á nóttunni. Nú er bara að bíða og sjá hvort ekki verði breyting á fljótlega því annars neyðumst við til að fara í sólarlandaferð en það var akkúrat það sem við ætluðum ekki að gera í ár. Á meðan ég man þá er búið að flauta á fermingu eina ferðina enn hérna. Ragnar á að fermast 17. apríl 2011 kl 10:30. Ekki vera svo að kvarta yfir að fá að vita þetta á síðustu stundu. Vegna anna komumst við ekki á 17. júní hátiðina sem við ætluðum að kíkja á en vonandi verðum við hérna að ári og þá kíkjum við. Skólar eru hérn enn í fullum gangi, og ekkert lát þar á en ég gruna nú að ekki sitji mikið eftir í hausnum á skólafólkinu eftir svona langt skólaár. ég á held ég tvær vikur eftir enn í skólanum áður en sumarfríið kemur. Nenni ekki meira að skrifa ætla að æfa smá og fara að vinna.

22.06.1967

Ég á afmæli í dag. Ég á áfmæli í dag, Ég á áfmæli sjálfur. Ég á afmæli í dag. veiveivedi. Var vakin upp með söng, pökkum, knúsi og kossum í morgun sem var bara frábært. Ekki á hverjum degi sem ég vakna svona vel upp við einhverja truflun á svefninum. Fékk fullt af gáfulegum og nytsömum pökkum sem koma sér vel allir saman. Takk fyrir mig. Var að koma frá lækni sem seldi mér sprautu í öxlina og ég er alveg að drepast eftir og get varla pikkað, en samt.

Um helgina var bara allt rólegt. Var aðp stússast við að setja upp útieldhúsið. Ég er búin að setja plötur á veggina, eyðileggja grillið svo það komist fyrir á nýja staðnum og taka allt í gegn á pallinum. Ég er líka búin að slá og klippa, reita arfan og grösin sem eru að troða sér á milli hellnanna og steinanna, setja niður hornstaur fyrir hliðið sem kemur upp í staðin fyrir bambusinn, skrúfa stóra vegginn á pallinum fastan, tæma kerryna og skila henni til Árna, verð samt að fá hana aftur þar sem ég á eftir að sækja efni í hliðið og taka niður sirka 2/3 af dauðum bambus. Innkayrslan er líka í fínu standi og búið að taka til í skúrnum og loka hurðinni. Á föstudaginn voru Ásta og Begga að framleggja verkefni við þriðja mann og tókst það bara ljómandi vel. Heiðmundur fór í afmæli til horsens, en þar býr gamall skólabróðir hans sem hann hafur alltaf samband við . Hann kom svo til bara á laugardeiginum. Á sunnudaginn, í gær fór hann svo með lestinni að heimsækja vinkonu sína í Holsterbro og tók lestina heim klukkan 21. Heiðmundur sagði að þessi vinkona hans ætti jafn skrítna foreldra og hann sjálfur. Er ég eitthvað skrítin? Eydís var saman með vinkinum sínum alla helgina og svaf einhverstaðar upp í sveit ásamt þessum 4 viðkonum. Ég sótti hana svo í gær því uppvaskið var að verða svo mikið að hún hefði ekki náð að klára meira á 6 tímum. Ragnar var frá fstudegi til laugardags saman með bekknum sínum í tjaldútilegu hjá kennaranum sínum. Þetta var kveðjupartý því á næsta skólaári fær bekkurinn nýjan kennara. Við ætluðum að kíkja á Íslendingafélagið á laugardaginn en vegna anna komumst við ekki til þess, og kannski sem betur fer, því eitthvað var dauft hljóðið í Beggu eftir ferðina. Við reiknuðum með að Anna og Bónó myndu kíkja í kaffi og jafnvel í grill en af því varð ekki. Þá er ég nú aldeilis búin að gera góða hluti hér og búið.


Sunnudagur

Helgin er búin að vera alveg ágæt hérna. Erum búin að vera á fullu í garðinum í dag enda búið að vera fínt verður. Annars er búið að vera hálfgert haustveður í viku og ekkert gaman að vera úti að stússast. Innkeyrslan er orðin fín og allt draslið fyrir framan bílskúrinn farið á haugana eða allavega í kerruna. Búið að slá og klipp allt gras og taka niður mestan part af bammbustrjánum. Heiðmundur spurði náttulega strax hvað við ætluðum að gera ef við fengjum okkur pöndu. ég byrjaði að setja upp nýtt grindverk á milli húsana hérna en hætti þegar nágrannarnir komu heim aftur, ætla að klára þetta á morgun. Það var skóladagur hjá Eydísi, Ragnari og Charlottu og fór Ásta með þeim í skólann. Ragnar hljóp 10,6 kílómetra á einum tíma sem mér finnst fínt. Eydís og Charlotta voru bara með til að vera með og engin metnaður í gangi hvað þetta hlaup varðar. Bónó og Anna komu við hérna í gær rétt til að láta okkur fá drasl sem við vorum að fá sent frá Íslandi en svo stendur til að þau komi hingað næstu helgi með alla krakkana í grill, útileiki og fjör. Svo er bara erfið vinnuvika framundan sem ég ætla að komast í gegnum með meiri ró og frið í sálinni en í síðustu viku. Átti ekki góða viku þá og hafði allt á hornum mér, svaf illa og var verulega skapbráður bæði heima og í vinnunni, og það er aldrei fyrir góðu. Svo er leikur á eftir eða í nótt og vonandi klára mínir menn þetta án minnar hjálpar.

vikan búin

þá er þessi vinnu vika loksins búin. Ragnar tók þátt í símakeppni og vann náttulega og fékk gjafaköfu að launum. hann vann líka fótbolltaspil í annari keppni sem hann tók þátt í. Ásta er enn í skólanum og var að flytja verkefni á miðvikudaginn sem var hrein hörmung. Er ekki að nenna að skrifa núna.

Helgin búin og alvara lífsins bíður

þá er síðasta langa helgin í langan tíma að renna sitt skeið á enda. Við erum búin að hafa það gott um helgina, slaka á og vera heima, enda eins gott að njóta síðustu daganna hérna. Ég fór og skoðaði hús í dag og svo fórum við líka í heimsókn til Kalla. Erum búin að taka allt í gengn því fasteignarsalinn kemur á mogun. Við erum búin að grilla bæði í kvöld og í gær og var það bara æðislegt. Annars er allt við það samma þannig lagað. Nenni ekki að skrifa meira. Ætli ég endi ekki í kjallaranum eins og fyrri eigandi, er ekki alveg að meika þetta þessa dagana. Annars fækk ég það staðfest í dag að Árni félagi minn hefði týnt lífinu í mótorhjólaslysi um daginn og er það miður.

löng helgi að baki

Þá er helgin langa búin í bili og nú er komið að vinnunni aftur, En bíðið við það er frí hérna á föstudaginn líka svo það er bara stutt vinnuvika og aftur þriggja daga helgi. Veðrið hefur leikið við okkur hérna í Danaveldi, sól og hiti upp á hvern dag. Í gær vorum við í garðinum að stússast og fórum svo og grilluðum með Árna og Maríu um kvöldið. Jón og Begga kíktu í heimsókn í gær og við Jón og Ragnar spiluðum Krokket. Ég sofnaði svo í sólinni eftir kaffið og missti af restinni af heimsókninni. Í dag vorum við snemma á ferðinni og fórumí garðinn. Fylltum eina kerru af drasli og garðúrgangi, slóum grasið allan hringinn, klipptum meðfram beðunum, snyrtum draugatréð og tókum niður bambusinn. Við fórum svo aðeins að þrífa og síðan út að brorða í Herning. Við fórum á takkóstað og var það bara alveg ágætt. Heiðmundur vildi ekki með þannig að við keyptum bara MC Dónalds handa honum. Á morgun er spáð sól en sennilega verður ekki tími til að njóta hennar.

Laugardagur í Hvítasunnu

Sótti skúterinn í morgun til Árna og Maríu, var ekkert að stoppa í kaffi eða neitt bara dreif mig heim og í garðinn. Hér er búin aðvera frábært veður í dag og allir búnir að ná sér í lit, bara mismunandi lit. Heiðmundur hélt bara sínum Hvita lit enda Hvítasunna. Ég náði mér í þokkalega eldrauðan lit. Ásta náði sér í ágætlega brúnan lit og Charlotta reyndar líka, en Ragnar þarf alltaf að vera skrítinn en hann náði sér í bláan lit. Hann var á trampólíni og rak hnéð svona svakalega í hausinn á sér að hann er mikið bólgin og allur blár í framan. Núna liggur hann fyrir með kótilettu í aldlitinu til að kæla það niður. Hér var 27 stiga hiti á opinbera mælinum frá 11 til 18 og náttulega enn heitara í garðinum góða. Ásta var dugleg í dag og tók næstum alla innkeyrlsuna og gerði hana fína. Ég þvældist eitthvað fram og til baka eins og venjulega og reyndi að hjálpa. Charlotta fékk hoppukastalann út og var þar. Ragnar fór á völlinn og var þar frá 12 til 20 á meðan Heiðmundurinn dreifði huganum við tölvuna eins og venjulega. Mamma og Einar Vald voru svo í símasambandi við okkur í dag en engar verulega krassandi fréttir. Engar fréttir eru frá hælinu hans Ragnars en vonandi tekur hann bara allan pakkann en ekki bara 10 daga. Þessir 10 daga eru rétt til að ná að sníta sér en ekki alvöru meðferð. Svo er bara að bíða og sjá hvort hann er með í ferð se áá. Gangi þér vel Ragnar minn við styðjum þig í baráttunni. Það er bara verst að þú verður að skipta um texta á sumum jólalögum td. tak-í nefið tak-í nefið og svo snúa þeir sér í hring. Þetta getur bara valdið mikilli löngun. Nú set ég af stað keppni um hvernig er best að laga þennan texta að venjulegun fjögra barna fjölskyduföður í Grafarvogi svo ekki hljótist skaði af.

Búið að vera mikið að gera hérna síðan síðast

Nú er aldeilis búið að vera brjálað að gera hérna. Nú rignir og rignir þannig að allt ætlar að drukkna. Við fórum í afmælisboð á laugadaginn og aftur á sunnudaginn og líka í fermingaveislu á laugadaginn og mikið lifandi seklfing var ég fullur þar. Svo leystust málin bara ágætlega í vinnunni svo það er ekki búið að reka mig, enn. Er að breyta öllum klúbbnum þarna í svona klúbb eins og ég vil hafa hann og það er bara að ganga þokkalega. Ásta er enn í skólanum og er nú að safna upplýsingum um hvernig það gekk að koma mat inn í skólana á Íslandi og á að skrifa um það grein í skólanum. Hún fékk líka dansara til að koma í heimsókn í klúbbinn til mín og hann ætlar að kynna dansstíl sem heitir shufle eða eitthvað svoleiðis. Vorum að fá þetta líka ekki fína bréf frá LÍn og verður það bara gaman að klára að borga það níður svona í ínum grænum. Magnað að eiga svona góða vini að þeir,eða öllu heldur hún þoli ekki að sjá öðrum ganga eitthvað. Hún tekur til sín sem á, eða hvað? Eydís, Ragnar og Charlotta eru öll í skólaferðalögum. Eydís er á Bornholn, Ragnar í í Börkop og Charlotta gistir í skólanum og ger í ferðir á daginn. Eysís kemur svo á þriðjudag í næstu viku, Rangar og Charlotta á föstudag þannig að við sitjum uppi með Heiðmundinn einan. Honum er ekki að ganga vel hérna heima. Er að borða allt of lítið og er með tómt vesin. Einar Vald stóð sig frábærlega í hlaupinu og kláraði á 3:25 sem er met hjá honum. Hann var 3. af Íslendingunum sem er bara frábært. Til hamingju Einar. Ég frétti líka í vikunni að Ragnar bróðir væri komin á hæli. Eitthvað Var Maradona fýlingurinn að fara með hann og þá er um að gera skella sér á hæli. Gangi þér vel Ragnar minn, við stöndum öll með þér hérna, grát grát og vasaklútur. Þá er þetta bara orðið gott í bili og biðin eftir leik kvöldsins verður minni og minni með hverri mínútunni. Áfram Lakers.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband