Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Átakið gengur bara vel,

eða hvað? Sýnist lífið vera komið á feisbúkk svo það er bara svona fyrir mig að skrifa eitthvað og til að geyma ekki Íslenskunni. Var að hjálpa Ástu með skólaverkefni og eins og við var að búast var þakklætið ekkert og bara vanþakklæti, en ég er að verða vanur svona þannig að ég verð bara geðvondur í smá tíma og nenni því ekki meira. Ég er náttulega heima þessa dagana eins og flestir vita. Er búin að slíta krossband í vinstra hnénu eina ferðina enn. Nú er bara spurning um hvort það sé hægt að gera eitthvað við þetta fyrir mig. Er skráður í veikindafrí í 1 til 3 mánuði. Sumarið í sumar er búið að vera það versta og leiðinlegasta frá því ég flutti hingað. Það hefur nánast verið rigning upp á hvern dag frá því í endaðan maí og ég ekki náð að verða sólbrúnn og langt frá því. Heiðmundur er í skólanum í Grindsted en er allt af mikið frá vegna viðtala og vesins vegna veikindanna. Þá er ekki meiri friður.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband