Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Eftir langa pásu
30.7.2009 | 03:58
Ekki á ferðalagi
17.7.2009 | 17:56
Í dag
14.7.2009 | 22:04
Langt síðan ég skrifaði
13.7.2009 | 10:50
sól og sumar í garðinum
5.7.2009 | 23:37
sumar og sól
4.7.2009 | 21:51
Í dag er laugardagur eða réttarasagt laugardagskvöld og ég bara nokkuð hress. Undanfarna daga hefur veðrið leikið við okkur hérna í Danaveldi. Hitinn er búin að vera á bilinu 30 til 40 gráður og bæði sól og skýjað. Ég er komin í sumarfrí úr skólanum og var það kærkomið. Ég bætti samt við mig í hreingerningunum bara svona til að fá full laun þennan mánuð, var ekki búin að vinna mér inn fullt sumarfrí á launum. Bónó og Anna komu hérna á fimmtudagskvöld eftir velheppnaða Lególansds ferð og stoppuðu smá stund hérna. Þau eru á leið til Íslands í ágúst. Þau eru búin að selja húsgögnin sín og svo skemmtilega vill til að það er engin önnur en Aðalheiður Guðlaugsdóttir sem er kaupandinn, hehe. Hún kemur einmitt hingað 15. ágúst og við eigum að koma henni af stað hérna. Í gær fórum við í grill til Árna og Maríu og var það bara gaman. Þegar við vorum á leiðinni til þeirra sóð opinberi hitamælirinn í 35 gráðum og það vara skýjað. Í dag erum við bara búin að hanga í garðinum. Charlotta fór í afmæli hjá bekkjarsystkyni sínu og var þar til 14:30. Eydís er í kveðjupartýi hjá Lærke og kemur fyrst heim á morgun. Ásta skipti um vatn í sundlauginni og kom skyggni fyrir við hliðina á lauginni svo hún fylltist ekki af drasli um leið. Ég var í bambusnum, er að koma því síðasta í burtu. Ég bar svo á allann pallinn og nýju hliðin og fór með 6 lítra af olíu á þetta. Verð samt að kaupa meira til að klára allt verkið. Við grilluðum svo í kvöld og höfðum það kósí úti á palli. Eftir matinn fór ég og reitti tvö beð og skellti mér svo í pottinn, sem var bæði heitur og hreinn. Í kvöld á bara að slaka á og hafa það náðugt. Ég fór líka aðeins í símann í dag og þá fékk ég að vita að Bogi Sigurður væri allur. Heyrði líka í Tryggva bróðir sem er hættur að dópa, frábært. Hann var að vanda hress og alltaf gaman að heyra í honum. Eins og ég vissi var hann ekki jafn heppinn í Ástum og ég en hún er nú samt að senda einhver sms og er greinilega eitthvað spennt enn. Nú ætla ég að fá mér eina kalda og slappa af fyrir framan imbann.