Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Laugardagur í Hvítasunnu

Sótti skúterinn í morgun til Árna og Maríu, var ekkert að stoppa í kaffi eða neitt bara dreif mig heim og í garðinn. Hér er búin aðvera frábært veður í dag og allir búnir að ná sér í lit, bara mismunandi lit. Heiðmundur hélt bara sínum Hvita lit enda Hvítasunna. Ég náði mér í þokkalega eldrauðan lit. Ásta náði sér í ágætlega brúnan lit og Charlotta reyndar líka, en Ragnar þarf alltaf að vera skrítinn en hann náði sér í bláan lit. Hann var á trampólíni og rak hnéð svona svakalega í hausinn á sér að hann er mikið bólgin og allur blár í framan. Núna liggur hann fyrir með kótilettu í aldlitinu til að kæla það niður. Hér var 27 stiga hiti á opinbera mælinum frá 11 til 18 og náttulega enn heitara í garðinum góða. Ásta var dugleg í dag og tók næstum alla innkeyrlsuna og gerði hana fína. Ég þvældist eitthvað fram og til baka eins og venjulega og reyndi að hjálpa. Charlotta fékk hoppukastalann út og var þar. Ragnar fór á völlinn og var þar frá 12 til 20 á meðan Heiðmundurinn dreifði huganum við tölvuna eins og venjulega. Mamma og Einar Vald voru svo í símasambandi við okkur í dag en engar verulega krassandi fréttir. Engar fréttir eru frá hælinu hans Ragnars en vonandi tekur hann bara allan pakkann en ekki bara 10 daga. Þessir 10 daga eru rétt til að ná að sníta sér en ekki alvöru meðferð. Svo er bara að bíða og sjá hvort hann er með í ferð se áá. Gangi þér vel Ragnar minn við styðjum þig í baráttunni. Það er bara verst að þú verður að skipta um texta á sumum jólalögum td. tak-í nefið tak-í nefið og svo snúa þeir sér í hring. Þetta getur bara valdið mikilli löngun. Nú set ég af stað keppni um hvernig er best að laga þennan texta að venjulegun fjögra barna fjölskyduföður í Grafarvogi svo ekki hljótist skaði af.

Búið að vera mikið að gera hérna síðan síðast

Nú er aldeilis búið að vera brjálað að gera hérna. Nú rignir og rignir þannig að allt ætlar að drukkna. Við fórum í afmælisboð á laugadaginn og aftur á sunnudaginn og líka í fermingaveislu á laugadaginn og mikið lifandi seklfing var ég fullur þar. Svo leystust málin bara ágætlega í vinnunni svo það er ekki búið að reka mig, enn. Er að breyta öllum klúbbnum þarna í svona klúbb eins og ég vil hafa hann og það er bara að ganga þokkalega. Ásta er enn í skólanum og er nú að safna upplýsingum um hvernig það gekk að koma mat inn í skólana á Íslandi og á að skrifa um það grein í skólanum. Hún fékk líka dansara til að koma í heimsókn í klúbbinn til mín og hann ætlar að kynna dansstíl sem heitir shufle eða eitthvað svoleiðis. Vorum að fá þetta líka ekki fína bréf frá LÍn og verður það bara gaman að klára að borga það níður svona í ínum grænum. Magnað að eiga svona góða vini að þeir,eða öllu heldur hún þoli ekki að sjá öðrum ganga eitthvað. Hún tekur til sín sem á, eða hvað? Eydís, Ragnar og Charlotta eru öll í skólaferðalögum. Eydís er á Bornholn, Ragnar í í Börkop og Charlotta gistir í skólanum og ger í ferðir á daginn. Eysís kemur svo á þriðjudag í næstu viku, Rangar og Charlotta á föstudag þannig að við sitjum uppi með Heiðmundinn einan. Honum er ekki að ganga vel hérna heima. Er að borða allt of lítið og er með tómt vesin. Einar Vald stóð sig frábærlega í hlaupinu og kláraði á 3:25 sem er met hjá honum. Hann var 3. af Íslendingunum sem er bara frábært. Til hamingju Einar. Ég frétti líka í vikunni að Ragnar bróðir væri komin á hæli. Eitthvað Var Maradona fýlingurinn að fara með hann og þá er um að gera skella sér á hæli. Gangi þér vel Ragnar minn, við stöndum öll með þér hérna, grát grát og vasaklútur. Þá er þetta bara orðið gott í bili og biðin eftir leik kvöldsins verður minni og minni með hverri mínútunni. Áfram Lakers.

Uppstigningadagur

Lagðist út og slakaði á í sólinni í morgun og lá þar til 15:00. Þetta er bara svona letidagur og allir að slaka á. Eydís var í afmæli í nótt og Ragnar var í nördapartýi líka í nótt þannig að það var rólegt hjá okkur hinum hénra heima í gærkvöldi. Ég er alveg frá í skrokknum eftir að hafa spilað körfubolta í gær. Allur með strengi og verki. náði meira að segja og stökkva upp í hringinn en það hefur ekki gerst lengi. Annars erum við búin að vera svolítið í garðinum. Nýju drén eru að taka við sér, búið að slá og klippa og potturinn komin í gang aftur. Ég ætlaði að kíkja á scooterinn í dag en geymirinn er eitthvað skrítin og hjólið vill ekki starta. Við náður í hjólið mitt síðustu helgi og nú þarf bara að skipta um slöngi því það er náttulega sprungið. Ætla svo að byrja á að hjóla í vinnuna. Heiðmundur er enn að vinna í fatabúðinni en er ekkert að taka sig á í átinu. Hann er búin að missa einhver kíló síðan hann var útskrifaður og ég spái því að hann verði lagður inn aftur. Það hangir enn yfir okkur að þurfa að flytja því það vill engin lána peninga eins og er alveg sama þó við eigum næstum helming í húsinu. Einar Vald er svo að fara að hlaupa í Köben þess helgi og aldrei að vita nema við kíkjum á hann. Þá er friðurinn úti og ekki hægt að skrifa meira.

hef ekki tíma

í dag er þriðjudagur og allt við það sama hérna
Ásta kom með rigninguna með sér, sem var gott en nú er þetta að verða gott hérna. Núna erum við að bíða eftir sól og hita. Ekki meiri friður.

Sunnudagurinn 17. 5.2009

Það var nú aldeilis Evrovisíon stemning hérna í gær, usss. Jóhanna fór svo heim með silfur eins og allir vita sem er bara glæsilegt. Við skemmtum okkur virkilega vel hérna bæði yfir lögum og stigagjöfinni. Eftir velhappnaða keppni og tilheyrandi símtöl til íslands og Noregs var farið í pottinn og slakð á. Ásta og Charlotta komu heim í gær eftir ansi strembna Íslandsferð. Hópurinn hennar var mjög ánægður með ferðina en sérstaklega Esjuferðina, Takk Einar Vald. Ásta kom með rigninguna með sér en hér hafði ekki komið svo mikið sem dropi úr lofti síðan hún fór, en um leið og hun var á leið hingað í vélinni fór að rigna og það rignir enn. Í dag ætlum við að heimsækja eftirskólann hans Heiðmundar og sækja hjólið mitt þangað. Eydís var á föstudaginn að leika í Þýsku leikriti en það lék hún aðalhlutverkið, herra Húber og gekk svona ljómandi vel. Stefnir í að fá páskarinn á ár. Verð að hætta.

Rólegt hérna þessa dagana

Við erum bara að hafa það gott hérna heima eftir á Ásta og Charlotta fóru til Íslands. Gaman að sofa heilu næturnar án þess að fara tvær ferðir á klósettið með Charlott, en það getur verið ansi þreytandi. Í gær fórum við Eydís til Bónó og Önnu Maríu bara svona til að kíkja í heimsókn og var það bara gaman. á föstudaginn fórum við á loppumarkað en keyptumekki neitt. Þýðir ekkert að vera að safna meira af drasli hérna rétt fyrir flutninga. Heitipotturinn er líka komin í gang aftur, búið að klippa hekki á bakvið hús, slá allt grasið kringum húsið og taka allt í gegn bæði inni og úti. Heiðmundur er að standa sig vel með matinn og hefur verið ansi hress bara. Við kíktum til vottanna en þeir voru ekki heima svo við fórum bara heim aftur. Við kíktum líka í heimsókn til Árna og Maríu. Rikki frændi og kúluvarparinn komu svo í gær en við máttum ekki vera að að bjóða þeim inn því við vorum að fara til Árósar. Í dag er bara sól og gott veður og aldrei að vita nema við leggjumst í sólbað.

Ásta náði prófinu og er á leið til Íslands

Eins og við var að búast þá náði Ásta prófinu í skólanum léttilega og á því aðeins rúmt ár eftir af náminu. Í morgun lagði hún af stað til Íslands ásamt Charlottu en við hin verðum að hanga heima og vinna. Loks er farið að rigna, sem er gott fyrir gróðurinn og allt. Það er búið að minka vinnuna við Heiðmund þannig að þú þrælar hann bara 2 og hálfan tíma á dag. Svo er loppumarkaður á morgun og þangað ætla ég að kíkja. Annars verður alveg brjálað að gera hérna við að pakka niður og undirbúa flutningana því hér stefnir í uppboð á húsinu í júni og þar sem við fáum ekki mánaðar greiðslufrest getum við ekki bjargað þessu. En það eru bara ekki alltaf jólin.

Nú er bara langt síðan síðast

Ó já. Nú er búið að ferma Eydísi. Allt það gekk að óskum og við viljum nota tækifærið og þakka öllum fyrir okkur og Eydísi. Hún var ánægð með daginn og allt sem hún fékk að gjöf. Eins og venjulega er allt að fara til fjandans í fjármálunum. Íslensku bankarnir eru alveg að fara með okkur hérna og nú styttist verulega í uppboð á húsinu hérna. Aprílmánuður er búin að vera yndislegur hérna, endalaus sól, hiti og gott veður. Heitipotturinn er bilaður eða allavega hitarinn á honum. Hitarinn á sundlauginni virkar helur ekki. Rafmagnið í eldhúsinu er eitthvað skrítið því eldavélin virkar bara að hálfu leiti og uppþvottavélin er alveg dauð. Heiðmundur er útskrifaður en er alveg fárveikur og vill helst ekki borða. Hann er byrjaður að vinna í fatabúð og á svo að byrja í skóla í Grindsted í ágúst. Kötturinn er örugglega óléttur með tilheyrandi vandamálum. Amma kaka og Kristján fóru svo loks heim þann 27. 4. og komust alla leið án mikilla vandræða. Við vorum að vonast eftir að Kiddi kæmi aftur sem fyrst og væri hér í sumar en það er allt undir því komið að við náum að bjarga húsinu hérna. Ásta erenn í skólanum og fer til Íslands á fimmtudag ásamt Charlottu og kemur aftur þann 16. held ég. Allt er við það sama í vinnumálunum hérna. Ég er í skólanum á daginn og í hreingerningum á kvöldin og nóttunni og sef við tækifæri. Og þá er það NBA í sjónvarpinu og það ætla ég að horfa á.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband