Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Föstudagurinn langi

Ég varð að hætta í miju kafi í gær þannig að nú er bara að byrja aftur. Ég fór með Ástu, Eydísi og Charlottu í messu í morgunen Heiðmundur og Ragnar vildu ekki með. Fór svo í garðinn og reitti arfa en Ásta lagðist í prófmálin. Charlotta og Ragnar settu upp tjald og ætluðu að sofa þar en eitthvað varð hjartað í Charlottu minna þegar kom að því þannig að hún er bara sofandi inni. Fredrikka er hjá Eydísi í heimsókn eins og er en Anna mamma hennar er að lesa yfir hjá Ástu. Það er búið að vera frábært verðu hérna undanfarið sem ekki sér fyrir endan á. Ég náði líka að klippa trén og Ragnar sló allt í dag. Ég var í garðinum alveg þangað til ég fékk hausverk og þurfti að fara inn og leggja mig. Þetta fer að verða ansi þreytandi þessir höfuðverkir, ætti kannski að fara ti læknis og fá töflur við þessu. Við Eydís erum svo búin að ákveða að fara í messu á sunnudag og inntaka Páskaboðskapinn beint í æð. Ég tók alveg frí frá líkamsræktinni í dag af heilsufarsástæðum, tek bara vel á því á morgun. Þá er tíminn búin og við ætlum að spila póker.

skírdagur

Þá er búið að skíra nýjasta barnið hjá Ingu siss. Hjörtur Atli Albertsson sem er bara alveg ágætt. Nú er allt á fullu í garðinum. Sunslaugin komin upp og heiti potturinn líka. Ég Ásta og Eydís prófuðum hann í gær og kíktum á Spaugstofuna í leiðinni. Ég fór svo með Charlottu í dag eftir að hafa hjólað 15 kílómetra og lyft og teygt á eftir. Svo klippti ég trén og mældi fyrir nýju beði til að fá meira skjól við sundlaugina. Ragnar var í netpartýi í nótt og er við það að taka kasst í dag fyrir vikið. Hann er á líðasta séns því ef hann tekur kasst í dag fer hann ekki í fleiri partý þetta skólaár. Ásta sótti Heiðmund á hælið í dag en ég fór með hann í gær. Verð að hætta núna.

langt síðan síðast

Ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun enda búin að sofa og sofa frá því snemma í gærkvöldi. Ásta sofnaði yfir sjónvarpinu um klukkan 20 eða rétt eftir kvöldmatinn. Ég fór svo með Charlottu og við horfðum á einhverja mynd sem ég sofnaði fljótlega yfir. Við vorum svo vöknuð um 8 í morgun. Hún hélt áfram að horfa á sjónvarpið á meðan ég dreif mig í æfingarnar mínar. Ragnar er í meðferð hérna heima en í fríinu á hann á lesa og skrfa alla dagana ásamt Charlottu. Heiðmundur er heima og verður það næstu 10 daga og svo er bara að vona að það gangi vel. Ásta er í fullum gangi með næsta próf og liggur í bókum og einhverjum pælingum sem ég skil ekkert í. Nú styttist í að Eydís fermist og er allt á fullu við undirbúning á því. Kortin eru náttulega löngu komin út til allra og svör farin að berast. Á fimmtudaginn var fórum við á sýningu í Hedegaard skóla þar sem Ragnar og Charlotta voru að leika í skólaleikriti um fortíðina. Eydís lék í sínu leikriti en hún skrifaði sjálf um nútíðina og fór með aðalhlutverkið. Allt var þetta alveg ágætt en sérstaklega kaffið og kökurnar á eftir. Ég er í fríi frá klúbbnum í Páskavikunni og á ekki að mæta fyrr en á þriðjudaginn eftir Páska. Þrifin eru enn á fullu og ekkert frí þar. Mér gengur vel í klúbbnum. Vakna og morgnana og hlakka til að fara út að leika. Þá er að fara til Herning og skoða skó. búið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband