Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Laugardagur

Nanna gisti hjá Eydísi í nótt og Ragnar var hjá bróðir hennar Nönnu í netpartýinu. Hann kom ekki ferskur heim, greinilega búin að vera of lengi í tölvunni og ekki búin að sofa nóg þannig að hann tók kasst í dag rétt fyrir kvöldmat. Heiðmundur og Ásta tókst eftir langa mæðu að hafa hann undir í baráttunni og héldu honum í 30 mín. eða þangað til ég blandaði mér í baráttuna og kom ahonum í rúmið. Við Charlotta fórum í garðinn í dag og tókum allt í gegn. Auk þess fórum við í að koma sundlauginni í gang og heita pottinum líka. Annars vorum við snemma á ferðinni í dag. Fórum á hundasýningu í dag í Tyregod því Eydísi langar svo í hund. Við fórum svo í kaffi til Árna og Maríu og fengum þar bæði kaffi og rauðvín. Ég sagaði í eldinn svo það er upplagt að slaka á og setja í arinninn, fá sér rauðvín og taka smá sjálfsvorkunnarkasst. Ásta er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta próf, sem er þver-faglegt og er búin að taka viðtöl og gera og gera. Svo er bara að vona að hun standist það líka en þessu á að skila 14. apríl. Næst er það svo Íslandsferðinn en hún verður 7. maí og þá fær Charlottan að fara með. Búið.

Ásta náði prófinu

Þá er komin helgi og ein vika búin í nýju vinnunni. Vikan gekk vel, eins og við var að búast og ég er bara glaður með þetta. Á mánudaginn koma svo 47 ný börn í klúbbinn og þá verður fjör maður. Ásta er að taka skólann á reynslunni. Hún náði síðasta prófi sem var IIS, sem ég veit náttulega ekki hvað er. Hún fékk 4 í þessu prófi sem er bæting frá því síðast. Ég er ekkert smá montin af henni núna. Hver hefði trúað, fyrir utan heimilisfólkið hérna, að frú "hægt og hljótt í skólanum" myndi ná? Heiðmundur er heima um helgina en hann er hættur að getað mála ljósstaura að innan og það eru komnar tvær rendur á náttfötin hans. Nú getur hann meira að segja staðið í sturtu og blotnað. Ragnar í í netpartý í kvöld og nótt og kemur fyrst heim á morgun. Eydís fékk bara 7 fyrir stílinn sinn en þurfti að fá 10 til að fá hund. Gengur bara betur næst Eydís. Nenni ekki að skrifa meira. 

Vorverkir í okkur hérna

Við fórum í garðinn í gær og gerðum og gerðum, allt þarf að vera fínt fyrir ferminguna. Það er að komast einhver mynd á skóhillurnar úti og vonandi klára ég þetta verk fyrir næstu viku. Ég fór í atvinnuviðtal bæði á fimmtudag í síðustu viku og á mánudag í þessari viku og fékk báðar vinnurnar. Önnur er frá 8 til 12 og hin frá 13 til 17. Þrifin eru því á hröðu undanhaldi hjá okkur, en við áttum ekki marga daga þar eftir. Hlakka til að fara að kenna aftur og vonandi finn ég mig vel í þessum skólum. Ásta er nú að undirbúa sig undir næsta próf ( Þverfaglegt) hvað sem það nú er, en sennilega er það eitthvað sem uppeldisfræðingar verða að kunna. Við erum búin að ákveða að Heiðmundur fái tækifæri á að koma heim um helgina en síðasta heimkoma gekk ekki vel eins og fyrr var skrifað. Kjóllinn er að verða tilbúin fyrir Eydísi og allt í góðu mað það. Boðskortin eru líka flest komin út en ekki öll. Næstum allir fengu þú í e pósti en örfáir í hefðbundnu formi. Þá er best að borða og vinna á eftir.

Enn er skrifað

Við drifum okkur í gær til Jóns og Beggu og borðuðum þar kvöldmat saman. Jón er alltaf höfðingi heim að sækja og bauð upp á eðal koníak og alveg ágætt romm. Ég var nú ekki að fúlsa við svona veislu og fékk Ástu lyklana af bílnum og fékk með í aðra tánna. Fór svo að vinna í dag en Ásta var heima og lesa. María kíkti í kaffi til hennar en Árni var að jafna sig eftir námskeið hjá hernum. Það var bara flatbaka í kvöldmat og svo er bara að bíða eftir leik dagsins en Lakers eiga leik í dag, eða nótt. Áfram Lakers.

Ný færsla bara alveg strax

Í dag er bara rigning og frekar vorlegt. Er bara búin að hanga yfir imbanum og sjá hvern fótboltaleikinn á fætur öðrum og eitthvað udarlegur í maganum. Fýlan í Heiðmundi endaði með því að ég keyrði hann aftur á hælið í gærkvöldi. Hann var í slæmu kassti og neytaði alveg að borða hérna. Þegar fór að þykkna í mér ákvað ég að keyra hann. Þetta gengur bara ekki með hann, mikið djöfull er hann enn veikur. Emma S er í heimsókn hjá Charlottu með tilheyrandi látum og leikjum. Annars ætlaði ég að gera skóhillur á bakvið. Finnst svo leiðinlegar þessar hillur sem eru þar núna og passa ekki inn á pallinn. Verð svo að koma mér í vinnuna svo ég eigi frí á morgun.


Loksins

Í dag er föstudagur og allt búið að vera brjálað hjá okkur. Heiðmundur er í helgarfríi heima. Við sóttum hann kl 16:00 og var hann þá í þessari fínu fýlu og er það enn og verður það áfram ef ég þekki hann rétt. Ásta er búin að skila prófinu sínu og nú er bara að bíða og sjá. Auðvitað skiptir þetta okkur miklu máli að hún nái því það tryggir henni örugga vinnu í framtíðinni. Hún skilaði í morgun eftir að hafa tekið viðeigandi gubb og grátköst af stressi. Ragnar fékk á miðvikudaginn bráðaofnæmi og var allur upphleyptur og klæjaði geðveikt og klóraði sér til blóðs víðsvegar um skrokkinn. Auðvitað fékk hann töflur við þessu sem ekki voru sóttar enda tiltrú sumra á heimilinu ekki mikil á lyf. Nú er farið að styttast verulega í hreingerningarvinnunni og bara dagsspursmál hvenar hún klárast. Er að fara í viðtal á mánudag í Tyregod skóla og svo er ég orðin afleysingakennari í Karlskov skóla, sem er fínt. Svo er allt í uppnámi með húsið en við verðum vonandi hérna þegar Eydís verður fermd. Allt stefnir í að það verði fullt að gestum hérna. Mamma og Kristján koma þann 15.apríl. Pabbi og Inga koma líka. Gnnhildur og lið er búið að boða komu sína og vonandi kíkja fleirri frá Íslandi. Einar frændi minn kemur því miður ekki, en vonandi bara næst. Ég er búin að ákveða að mamma, Kristján, Pabbi og Inga sín fái gistingu hérna, aðrir varða að leita annað. Í kvöld á svo að slaka á, kveikja upp í arninum og borða nammi. Við ákváðum að taka frí í vinnunni í dag en í gær vorum við að til klukkan 4.30 og því allir þreyttir í dag. Þá er ég nú aldeilis búin að skrifa í bili.


Sunnudagur

Þá er komið sunnudagskvöld og alveg eins gott að skrifa eitthvað hérna eins og að hanga og gera ekki neitt. Er bara að bíða eftir leik kvöldsins en Lakers taka á móti fönix á eftir. Heiðmundur var heima um helgina og var bara hress. Hann er nú orðin 55 kíló sem er gott. Það þýðir að henn er ekki lengur við dauðans dyr þó svo að bml. sé enn of lágt, en það kemur vonandi. Við hjónin vorum boðin í mat hjá Árna og Maríu í gær en maría verður 45 ára í vikunni. Börnin vildu vera heima og horfa á sjónvarpið og borða pizzur og nammi. Sjálfrennireiðin fór á verkstæði á föstudag og fengum við lánaðan annan bílinn hjá Jóni Óskari og Bergboru á meðan. Svo á ég greinilega fáa daga entir í þessari vinnu eftir merkilegt símtal á fimmtudaginn, en þar missti ég mig næstum því alveg í geðvonskunni, verð að fara að finna vinnu á morgun. Annars er allt við það sama hérna. Nú er bara verið að bíða eftir vori og hita svo garðstússið geti farið í gang aftur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband