Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Bolludagur
23.2.2009 | 17:21
Bolludagur og allt vitlaust í bænum. Við hérna vorum komin á fætur fyrir allar aldir, komum Charlottu og Ranari í galla og í skólann. Eydís var að keppa í körfubollta svo hún fór bara í körfubolltagallann og rétt náði rútunni. Charlotta var norn og Ragnar var gömul kerling. Charlotta fór svo út að syngja með vinkonu sinni henni Filippu eftir skóla, kom svo heim með fullan poka af sælgæti og peningum og tróð í sig. Síðan var farið í leikfimi á eftir. Í dag er vor í lofti eftir töluvert kuldakasst. Ég var í garðhugleiðingum og tók rúnt um hann og athugaði hvað þyrfti að gera. Næst á dagskrá er að útbúa skóhillur fyrir framan vaskahúsið og koma rúðu í vegginn þar. Er líka að stússast í ljóinu í ganginum og í stofunni en einhver bilun er þar á ferðinni. Sólstofan er í fínu standi og notaði ég tækifærið og lyfti ágætlega í dag. Nú verð ég að fara í verulegt átak ef ég ætla ekki að drepa mig úr fitu og ólifnaði. Ferningakortin eru enn í vinnslu og verða vonandi komin út fyrir fermingu. Eins og á sumum heimilum voru bakaðar bollur hér í gær. Ásta og Eydís fengu leifi til baka að vild í tilefni dagsins og tókst þar bara vel. Ég var bara nettur á því í gær og í dag og bauð hinum með mér af kræsingunum. Annars er allt við það sama hérna.
Férttir
15.2.2009 | 01:50
11. febrúar
11.2.2009 | 20:05
Bakið
4.2.2009 | 14:08
eitthvað varð þetta snubbótt síðast enda tæknin að fara með mig. Þá er komin miðvikudagur og ég komin með verulegan Rikka í bakið, er ss. alveg frá vegna bakverkja. Fór á hjólið áðan til að hressa mig við og það skilar alltaf sínu. Annars er þetta vara kvíðakast þar sem ég átti að fara einní vinnuna í dag. Auðvitað er vesin með ferminguna. Það er búið að færa Eydísi í fyrri hópinn en það er eitthvað sem hentar okkur verr og verður unnið í því að laga þetta. Það var búið að raða henni niður í seinni hóponn og það passar okkur mjög vel. Ef prelli er með eitthvað vesin þá fermist hún bara ekki þarna, en það kemur í ljós í kvöld. Heiðmundur er enn á hælinu og allt tiltölugela rólegt hjá honum þar. Skólavinnan er búin að nú er róið öllum árum að nýrri dagvinnu, en ég er enn í kvöldþrifunum. Kennarinn hennar Charlottu er komin í njósnaleiðangur svo ég verð að hætta núna.
Febrúar
2.2.2009 | 23:26
Já þá er janúar búin að febrúar tekin við. Einar Vald mætti á svæðið þann 28. jan. og var hér í fullri vinnu þar til hann fékk nóg, bæði af mér og Charlottu og dreif sig heim á fjórða degi. Tölvukostur okkar er því enn í fullum gangi, en engin veit hvað lengi það verður. Takk Einar fyrir að koma og redda okkur. Ásta er komin aftur á skólabekkinn. Hún kláraði starfsnámið á föstudag og náði þessu öllu með sóma.