Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Fram og til baka

Þá er ég búin að fara til Danmerkur, aftur til Íslands og aftur til Danmerkur og komin heim til að vera. Á Íslandi er bara búið að rigna og rigna og rigna með roki og ógeði. Mamma skrapp í þrjár vikur til Krítar og við Tryggvi litli vorum aleinir og yfirgefnir á meðan en skemmtum okkur vel. Ég fór í afmæli hjá ömmu pólu bæði á laugadaginn og sunnudaginn, hitti ættingja og skemmti mér vel.

Heima er best

Þá er ég kominn heim eftir langa Íslandsför og er það bara gott. Fór beina leið í garðinn og gerði og gerði. Að sjálfsögðu kom ég öllum í eitthvað verk, meira að segja Tryggvi slapp ekki þrátt fyrir slæmsku í hnénu. Við fórum til Herning að skoða sumarhús, fá teikningar og verð og verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Ég byrjaði í skólanumí dag og fékk það skemmtilega verkefni að skrifa kynningu á sjálfum mér á dönsku og bara nokkur orð, en það er ekki létt verk að skrifa nokkur orð um sjálfan sig eins og allir vita. Gaman er líka að vera kominn í þetta dásamlega veður sem hér er. Hiti og sól og ekkert úlpuveður eins og á Íslandi. Ég kem nú samt til með að sakna hinnar frábæru þjónustu í opinberum stofnunum, bönkum og verslunum sem er á Íslandi en hérna er þjónustan verri en allt sem vont er og meira að segja verri en í Nóatúninnu hennar Ingu og vondum degi. Nú er komið kvöld hjá mér og alveg upplagt að kveikja á kertum, skella sér í pottinn og fá fréttaskammtinn beint í æð. 

Ekki á morgun heldur hinn

Nú er spennan að verða óbærileg, ég er alveg að fara heim og með Tryggva með mér. er að verða búin að gara allt taxfree-ið en við ætlum samt að leggja af stða 3:30 á þriðjudags morgun. Við förum svo til bara á laugardagskvöld og getum þá byrjað á tollinum. Mamma og Rikki koma þann 17.sept. og ég fer svo aftur heim fljótlega eftir það. Ég get náttulega ekki haft Tryggvar litla al einan og yfirgefin heima. Þá er Tryggvi búin að elda og ég að fara að borða.


Heima er best, hjá Ástu og börnum

Þá er nú farið a líða að heimferð. Ég er farin að hlakka til að komast í rúmið mitt góða og slappa af í heita pottinum. Vitanlega má ekki gleyma garðinum, en ég sakna hans mikið. Ég var í vondu skapi í dag eftir svefnlausa nótt og notaði því tækifærið og kvartaði yfir yfirvinnuleysi. Viðbrögðin voru ótrúleg og nú sé ég fram á vinnu það sem eftir er og það mikla. Nú er klukkan hérna 23:30 og er ég að fara að sópa milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, gamla veginn. Annars er allt við það sama á Íslandi, engin kreppa og allt það en gengið gangvart danskri krónu er ferkar dapurt. Þá er best að drífa sig.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband