Verð að taka mig á
26.8.2009 | 22:49
Ó já. er ekkert búin að vera hérna lengi og því er hellingur að gerast og búið að gerast. Eins og venjulega er fátt jákvætt en þó hægt að finna eitthvað. Í dag fórum við fyrir rétt vegna þess að við skuldum enn skólagjöld í skólanum hans Heiðmundar og gengum frá því máli í bili. Bíllinn bilaði og fó aftur á verkstæðið. Ég sótti hann svo seinnipartinn og þá hafði komið í ljós að viftureiminn var farinn. Ég lét skipta um allt sem var um það bil að bila og bað þá um að senda mér reikning, veit ekki einu sinna hvað þetta kostaði. Heiðmundur er í nýja skólanum þeas þegar hann má vera að því, hann er í viðtölum og einhverju vesina nánast á hverjum degi svo hann er allt of mikið frá í skólanum. Hann hefur líka verið að léttast mikið undanfarið sem þýðir að hann er aftur komin meið eina rönd á náttfötin sín. Við fengum konu til að koma hérna í heimsókn og messa yfir honum og okkur í gær og svo er bara að bíða og sja hvað það þýðir. Ef ekkert er að ganga verður hann lagður inn aftur. Ég frétti líka í dag að pabbi mágkonu minnar væri dáin og er það sjálfsagt leiðinlegt fyrir þá sem þekktu hann. Mig langar að segja svo margt núna að það er sennilega best að segja sem minnst. Ef einhver vill kaupa húsið hérna þá er það til sölu fyrir lítin pening og ég hef aldrei verið eins nálagt því að biðja um skilnað því hér er ekkert að ganga hjá okkur, frekar en venjulega. Nenni ekki meir í bili nema að Bergþóra gengur með barni sem er bara gaman fyrir hana og ekki síður Jón okkar. ég sendi þeim allar mínar bestu kveðjur og gangi ykkur vel í baráttunni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.