Löng löng pása

Nú er enn lengra síðan ég skrifaði síðast og ekkert skrítið við það þar sem líf margra er komið á þetta feisbúkk og í sjálfusér ekki neinu við það að bæta. Ég er enn að vinna í skólanum og er það bara fín vinna, en vinnufélagarnir eru bara eitthvað öðruvísi en ég og ég er ekki að meika það. Ásta er byrjuð í skólanum og það tölvulaus því hún fór bara ú rusl í sumar. Meira að segja Einar vald gat ekkert gert við hana og dæmdi hana ónýta. Heiðmundur er líka byrjaður í skóla og að þessu sinni í Grindsted. Þar ætlar hann að klára 10 bekkinn og er bara þokkalega ánægður með skólann svona til að byrja með. Eydís, Ragnar og Charlotta byrjuðu svo í dag í sínum skóla. Þau vildu náttulega fá lengra sumarfrí og get ég alveg skilið það. Frá föstudega til laugardags á svo að gista í skólanum hjá þeim bæði börn og foreldrar og verður fróðlegt að sjá hvaða afsökun mér tekst að grafa upp svo ég geti sleppt þessu. Ég vil bara verð heima og slaka á eftir erfiða vinnuviku. Nú er klukkann að verða 2:30 ða nóttu og verkjalyfin að byrja að virka þannig að það er best fyrir mig að koma mér í rúmið aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband