Í dag
14.7.2009 | 22:04
Þetta er búin að vera fínn dagur hérna. Í raun ekkert heitt svona um 26 gráður og léttskýjað að köflum og nokkrir dropar féllu líka. Við hjónin vorum bara í garðinum að slá, klippa og keyra mold í nýja beðið, smá hreingerningar og bara rólegt. Ætluð að grilla á morgun og gera okkur glaðan dag. Fara í pottinn og kíkja á Gordon Ramsey held ég, annars er ég ekkert inn í svona leikurum. Við kíktum í gærkvöldi til Jóns og Beggu til að sækja Charlottuna og Ragnar en þau vildu ekki koma með þegar við fórum að vinna. Jón bauð náttulega upp á bjór og romm og pizzu þannig að ég fór heim bæði saddur og glaður. Alltaf gaman að heimsækja Jón, hann er höfðingi heim að sækja.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.