sól og sumar í garðinum
5.7.2009 | 23:37
Já það var aldeilis sól og sumar í garðinum í dag. Ég var nú ekkert að drífa mig á fætur snemma og loksins þegar ég drattaðist í gang var komið hádegi. Við fengum súpu og brauð og náttulega ferska á vexti. Við áttum eftir að vinna þannig að við drifum í því og kíktum svo til Árna og Maríu á efitir og fengum kerruna lánaða. Við fórum í fix og jem og eyddum fullt af peningum og fórum svo í garðinn og gerðum og gerðum. Bambussinn er allur farinn og enn ein grindin komin upp í staðin þannig að nú get ég aldeilis verip á honum litla mínum í sólabaði í garðinum án þess að nágranakonurnar renni til í eldhússtólunum með kíkinn í annari og þurskreytinguna í hinni. Vottarnir kíktu svo á okkur í kvöld og höfðu með sér smá glaðning, frábært. Heiðmundur og Ásta fóru í hárgreiðsluleik í kvöld og eru enn að stússat við háralitun og greiðslur. Ég er búin að skrá mig í hlaup þann 15. ágúst alveg 8,4 km. og er búin að leggja undir stórar fjáræð og ég mundi klára þetta á innan við hálftíma. Ég er svo að bíða eftir svari frá heimavarnaliðinu hérna en ég er búin að sækja um inngöngu í liðið. Þar fær maður leiðsögn í meðferð skotvopna sem kemur sér ákaflega vel í mínu tilfelli. Svo er bara að æfa vel og þá er aldrei að vita nema ég komi fram hefndum fyrir voðaverk annara í minn garð fyrir næstum áratug síðan. Eydís er alveg í kasti þessa dagana og nennir ekki að gera neitt hérna á heimilinu og það er alveg að gera mig geðveikari. ég er komin í sumarfrí í vinnunni og það er að hafa árif á mataræðið því ég er alveg að missa mig í ofáti og ólifnaði og vyktin komin yfir þau mörk sem ég setti mér. Við erum nátulega byrjuð að versla fyrir jólin og vonandi verðum við búin að því fyrir jól þetta árið. Heyrði í Tryggva bróðir í gær og sagði henn með þá að það væri allt í lukkunar velstandi hjá honum og Ragnari og getum við ekki annað en samglaðst þeim fyrir baráttuna sem þeir eru í því þeir klára þetta dæmi vel. Þá er bara að fara inn í stofu og fá sér eina kalda.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.