Síðasta vika

Vikan hérna og helgin eru búin að vara alveg ágæt. Við fórum á sumarhátið í skólanum hjá börnunum og var það bara alveg með besta móti. Ég var reyndar eitthvað veikur á föstudag og fór ekki að vinna neitt og þurfti að taka afleiðingunum í morgun þegar við fórum að þrífa. Eydís útskrifaðist með 12 í stærðfræði og það er ekki hægt að kvara yfir því. Heiðmundur fór til Kolding á djammið þrátt fyrir veikindin og var þar bæði blind fullur og vetlingalaus. Hann kom svo hérna heim á laugardag og svaf hálfan daginn og alla nóttina, en hann hafði verið heima hjá einhverjum. Við erum náttulega búin að vera mikið í garðinum enda búið að vera fínt veður núna. Bambusinn er næstum alveg farin og búið að undirbúa allt fyrir nýjan jarðveg. búið að tæma kerruna og vökva allt. Nýju trén eru eitthvað að slappast en ég var svo ánægður með hvað þau tóku vel við sér til að byrja með. Ég er búin að setja upp enn eitt grindverkið á milli húsa hérna þannig að nú á bera eftir að setja það síðasta upp þá er þetta alveg eins og ég vil hafa það. Við ætluðum að grilla í kvöld með Bónó, Önnu og börnum en þau afboðuðu þannig að við erum bara hérna fjölskyldan og grilla og hafa það gott í hitanum. Opinberi mælirinn stóð í 29 stigum klukkan 16:00 en það er skýjað. Nú er grillið eitthvað að gefa eftir í baráttunni þannig að ég verð að sinna því, bæ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband