22.06.1967

Ég á afmæli í dag. Ég á áfmæli í dag, Ég á áfmæli sjálfur. Ég á afmæli í dag. veiveivedi. Var vakin upp með söng, pökkum, knúsi og kossum í morgun sem var bara frábært. Ekki á hverjum degi sem ég vakna svona vel upp við einhverja truflun á svefninum. Fékk fullt af gáfulegum og nytsömum pökkum sem koma sér vel allir saman. Takk fyrir mig. Var að koma frá lækni sem seldi mér sprautu í öxlina og ég er alveg að drepast eftir og get varla pikkað, en samt.

Um helgina var bara allt rólegt. Var aðp stússast við að setja upp útieldhúsið. Ég er búin að setja plötur á veggina, eyðileggja grillið svo það komist fyrir á nýja staðnum og taka allt í gegn á pallinum. Ég er líka búin að slá og klippa, reita arfan og grösin sem eru að troða sér á milli hellnanna og steinanna, setja niður hornstaur fyrir hliðið sem kemur upp í staðin fyrir bambusinn, skrúfa stóra vegginn á pallinum fastan, tæma kerryna og skila henni til Árna, verð samt að fá hana aftur þar sem ég á eftir að sækja efni í hliðið og taka niður sirka 2/3 af dauðum bambus. Innkayrslan er líka í fínu standi og búið að taka til í skúrnum og loka hurðinni. Á föstudaginn voru Ásta og Begga að framleggja verkefni við þriðja mann og tókst það bara ljómandi vel. Heiðmundur fór í afmæli til horsens, en þar býr gamall skólabróðir hans sem hann hafur alltaf samband við . Hann kom svo til bara á laugardeiginum. Á sunnudaginn, í gær fór hann svo með lestinni að heimsækja vinkonu sína í Holsterbro og tók lestina heim klukkan 21. Heiðmundur sagði að þessi vinkona hans ætti jafn skrítna foreldra og hann sjálfur. Er ég eitthvað skrítin? Eydís var saman með vinkinum sínum alla helgina og svaf einhverstaðar upp í sveit ásamt þessum 4 viðkonum. Ég sótti hana svo í gær því uppvaskið var að verða svo mikið að hún hefði ekki náð að klára meira á 6 tímum. Ragnar var frá fstudegi til laugardags saman með bekknum sínum í tjaldútilegu hjá kennaranum sínum. Þetta var kveðjupartý því á næsta skólaári fær bekkurinn nýjan kennara. Við ætluðum að kíkja á Íslendingafélagið á laugardaginn en vegna anna komumst við ekki til þess, og kannski sem betur fer, því eitthvað var dauft hljóðið í Beggu eftir ferðina. Við reiknuðum með að Anna og Bónó myndu kíkja í kaffi og jafnvel í grill en af því varð ekki. Þá er ég nú aldeilis búin að gera góða hluti hér og búið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband