Sunnudagur

Helgin er búin að vera alveg ágæt hérna. Erum búin að vera á fullu í garðinum í dag enda búið að vera fínt verður. Annars er búið að vera hálfgert haustveður í viku og ekkert gaman að vera úti að stússast. Innkeyrslan er orðin fín og allt draslið fyrir framan bílskúrinn farið á haugana eða allavega í kerruna. Búið að slá og klipp allt gras og taka niður mestan part af bammbustrjánum. Heiðmundur spurði náttulega strax hvað við ætluðum að gera ef við fengjum okkur pöndu. ég byrjaði að setja upp nýtt grindverk á milli húsana hérna en hætti þegar nágrannarnir komu heim aftur, ætla að klára þetta á morgun. Það var skóladagur hjá Eydísi, Ragnari og Charlottu og fór Ásta með þeim í skólann. Ragnar hljóp 10,6 kílómetra á einum tíma sem mér finnst fínt. Eydís og Charlotta voru bara með til að vera með og engin metnaður í gangi hvað þetta hlaup varðar. Bónó og Anna komu við hérna í gær rétt til að láta okkur fá drasl sem við vorum að fá sent frá Íslandi en svo stendur til að þau komi hingað næstu helgi með alla krakkana í grill, útileiki og fjör. Svo er bara erfið vinnuvika framundan sem ég ætla að komast í gegnum með meiri ró og frið í sálinni en í síðustu viku. Átti ekki góða viku þá og hafði allt á hornum mér, svaf illa og var verulega skapbráður bæði heima og í vinnunni, og það er aldrei fyrir góðu. Svo er leikur á eftir eða í nótt og vonandi klára mínir menn þetta án minnar hjálpar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband