löng helgi að baki
1.6.2009 | 20:15
Þá er helgin langa búin í bili og nú er komið að vinnunni aftur, En bíðið við það er frí hérna á föstudaginn líka svo það er bara stutt vinnuvika og aftur þriggja daga helgi. Veðrið hefur leikið við okkur hérna í Danaveldi, sól og hiti upp á hvern dag. Í gær vorum við í garðinum að stússast og fórum svo og grilluðum með Árna og Maríu um kvöldið. Jón og Begga kíktu í heimsókn í gær og við Jón og Ragnar spiluðum Krokket. Ég sofnaði svo í sólinni eftir kaffið og missti af restinni af heimsókninni. Í dag vorum við snemma á ferðinni og fórumí garðinn. Fylltum eina kerru af drasli og garðúrgangi, slóum grasið allan hringinn, klipptum meðfram beðunum, snyrtum draugatréð og tókum niður bambusinn. Við fórum svo aðeins að þrífa og síðan út að brorða í Herning. Við fórum á takkóstað og var það bara alveg ágætt. Heiðmundur vildi ekki með þannig að við keyptum bara MC Dónalds handa honum. Á morgun er spáð sól en sennilega verður ekki tími til að njóta hennar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.