Búið að vera mikið að gera hérna síðan síðast

Nú er aldeilis búið að vera brjálað að gera hérna. Nú rignir og rignir þannig að allt ætlar að drukkna. Við fórum í afmælisboð á laugadaginn og aftur á sunnudaginn og líka í fermingaveislu á laugadaginn og mikið lifandi seklfing var ég fullur þar. Svo leystust málin bara ágætlega í vinnunni svo það er ekki búið að reka mig, enn. Er að breyta öllum klúbbnum þarna í svona klúbb eins og ég vil hafa hann og það er bara að ganga þokkalega. Ásta er enn í skólanum og er nú að safna upplýsingum um hvernig það gekk að koma mat inn í skólana á Íslandi og á að skrifa um það grein í skólanum. Hún fékk líka dansara til að koma í heimsókn í klúbbinn til mín og hann ætlar að kynna dansstíl sem heitir shufle eða eitthvað svoleiðis. Vorum að fá þetta líka ekki fína bréf frá LÍn og verður það bara gaman að klára að borga það níður svona í ínum grænum. Magnað að eiga svona góða vini að þeir,eða öllu heldur hún þoli ekki að sjá öðrum ganga eitthvað. Hún tekur til sín sem á, eða hvað? Eydís, Ragnar og Charlotta eru öll í skólaferðalögum. Eydís er á Bornholn, Ragnar í í Börkop og Charlotta gistir í skólanum og ger í ferðir á daginn. Eysís kemur svo á þriðjudag í næstu viku, Rangar og Charlotta á föstudag þannig að við sitjum uppi með Heiðmundinn einan. Honum er ekki að ganga vel hérna heima. Er að borða allt of lítið og er með tómt vesin. Einar Vald stóð sig frábærlega í hlaupinu og kláraði á 3:25 sem er met hjá honum. Hann var 3. af Íslendingunum sem er bara frábært. Til hamingju Einar. Ég frétti líka í vikunni að Ragnar bróðir væri komin á hæli. Eitthvað Var Maradona fýlingurinn að fara með hann og þá er um að gera skella sér á hæli. Gangi þér vel Ragnar minn, við stöndum öll með þér hérna, grát grát og vasaklútur. Þá er þetta bara orðið gott í bili og biðin eftir leik kvöldsins verður minni og minni með hverri mínútunni. Áfram Lakers.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband