Uppstigningadagur

Lagðist út og slakaði á í sólinni í morgun og lá þar til 15:00. Þetta er bara svona letidagur og allir að slaka á. Eydís var í afmæli í nótt og Ragnar var í nördapartýi líka í nótt þannig að það var rólegt hjá okkur hinum hénra heima í gærkvöldi. Ég er alveg frá í skrokknum eftir að hafa spilað körfubolta í gær. Allur með strengi og verki. náði meira að segja og stökkva upp í hringinn en það hefur ekki gerst lengi. Annars erum við búin að vera svolítið í garðinum. Nýju drén eru að taka við sér, búið að slá og klippa og potturinn komin í gang aftur. Ég ætlaði að kíkja á scooterinn í dag en geymirinn er eitthvað skrítin og hjólið vill ekki starta. Við náður í hjólið mitt síðustu helgi og nú þarf bara að skipta um slöngi því það er náttulega sprungið. Ætla svo að byrja á að hjóla í vinnuna. Heiðmundur er enn að vinna í fatabúðinni en er ekkert að taka sig á í átinu. Hann er búin að missa einhver kíló síðan hann var útskrifaður og ég spái því að hann verði lagður inn aftur. Það hangir enn yfir okkur að þurfa að flytja því það vill engin lána peninga eins og er alveg sama þó við eigum næstum helming í húsinu. Einar Vald er svo að fara að hlaupa í Köben þess helgi og aldrei að vita nema við kíkjum á hann. Þá er friðurinn úti og ekki hægt að skrifa meira.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband