Rólegt hérna þessa dagana
10.5.2009 | 10:45
Við erum bara að hafa það gott hérna heima eftir á Ásta og Charlotta fóru til Íslands. Gaman að sofa heilu næturnar án þess að fara tvær ferðir á klósettið með Charlott, en það getur verið ansi þreytandi. Í gær fórum við Eydís til Bónó og Önnu Maríu bara svona til að kíkja í heimsókn og var það bara gaman. á föstudaginn fórum við á loppumarkað en keyptumekki neitt. Þýðir ekkert að vera að safna meira af drasli hérna rétt fyrir flutninga. Heitipotturinn er líka komin í gang aftur, búið að klippa hekki á bakvið hús, slá allt grasið kringum húsið og taka allt í gegn bæði inni og úti. Heiðmundur er að standa sig vel með matinn og hefur verið ansi hress bara. Við kíktum til vottanna en þeir voru ekki heima svo við fórum bara heim aftur. Við kíktum líka í heimsókn til Árna og Maríu. Rikki frændi og kúluvarparinn komu svo í gær en við máttum ekki vera að að bjóða þeim inn því við vorum að fara til Árósar. Í dag er bara sól og gott veður og aldrei að vita nema við leggjumst í sólbað.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er það sama hér Charlotta sefur allar nætur án þess að þurfa að fara á klósettið:)
Asta (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.