Ásta náði prófinu og er á leið til Íslands

Eins og við var að búast þá náði Ásta prófinu í skólanum léttilega og á því aðeins rúmt ár eftir af náminu. Í morgun lagði hún af stað til Íslands ásamt Charlottu en við hin verðum að hanga heima og vinna. Loks er farið að rigna, sem er gott fyrir gróðurinn og allt. Það er búið að minka vinnuna við Heiðmund þannig að þú þrælar hann bara 2 og hálfan tíma á dag. Svo er loppumarkaður á morgun og þangað ætla ég að kíkja. Annars verður alveg brjálað að gera hérna við að pakka niður og undirbúa flutningana því hér stefnir í uppboð á húsinu í júni og þar sem við fáum ekki mánaðar greiðslufrest getum við ekki bjargað þessu. En það eru bara ekki alltaf jólin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband