Nú er bara langt síðan síðast
3.5.2009 | 17:44
Ó já. Nú er búið að ferma Eydísi. Allt það gekk að óskum og við viljum nota tækifærið og þakka öllum fyrir okkur og Eydísi. Hún var ánægð með daginn og allt sem hún fékk að gjöf. Eins og venjulega er allt að fara til fjandans í fjármálunum. Íslensku bankarnir eru alveg að fara með okkur hérna og nú styttist verulega í uppboð á húsinu hérna. Aprílmánuður er búin að vera yndislegur hérna, endalaus sól, hiti og gott veður. Heitipotturinn er bilaður eða allavega hitarinn á honum. Hitarinn á sundlauginni virkar helur ekki. Rafmagnið í eldhúsinu er eitthvað skrítið því eldavélin virkar bara að hálfu leiti og uppþvottavélin er alveg dauð. Heiðmundur er útskrifaður en er alveg fárveikur og vill helst ekki borða. Hann er byrjaður að vinna í fatabúð og á svo að byrja í skóla í Grindsted í ágúst. Kötturinn er örugglega óléttur með tilheyrandi vandamálum. Amma kaka og Kristján fóru svo loks heim þann 27. 4. og komust alla leið án mikilla vandræða. Við vorum að vonast eftir að Kiddi kæmi aftur sem fyrst og væri hér í sumar en það er allt undir því komið að við náum að bjarga húsinu hérna. Ásta erenn í skólanum og fer til Íslands á fimmtudag ásamt Charlottu og kemur aftur þann 16. held ég. Allt er við það sama í vinnumálunum hérna. Ég er í skólanum á daginn og í hreingerningum á kvöldin og nóttunni og sef við tækifæri. Og þá er það NBA í sjónvarpinu og það ætla ég að horfa á.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 7.5.2009 kl. 05:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.