langt síðan síðast
5.4.2009 | 10:19
Ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun enda búin að sofa og sofa frá því snemma í gærkvöldi. Ásta sofnaði yfir sjónvarpinu um klukkan 20 eða rétt eftir kvöldmatinn. Ég fór svo með Charlottu og við horfðum á einhverja mynd sem ég sofnaði fljótlega yfir. Við vorum svo vöknuð um 8 í morgun. Hún hélt áfram að horfa á sjónvarpið á meðan ég dreif mig í æfingarnar mínar. Ragnar er í meðferð hérna heima en í fríinu á hann á lesa og skrfa alla dagana ásamt Charlottu. Heiðmundur er heima og verður það næstu 10 daga og svo er bara að vona að það gangi vel. Ásta er í fullum gangi með næsta próf og liggur í bókum og einhverjum pælingum sem ég skil ekkert í. Nú styttist í að Eydís fermist og er allt á fullu við undirbúning á því. Kortin eru náttulega löngu komin út til allra og svör farin að berast. Á fimmtudaginn var fórum við á sýningu í Hedegaard skóla þar sem Ragnar og Charlotta voru að leika í skólaleikriti um fortíðina. Eydís lék í sínu leikriti en hún skrifaði sjálf um nútíðina og fór með aðalhlutverkið. Allt var þetta alveg ágætt en sérstaklega kaffið og kökurnar á eftir. Ég er í fríi frá klúbbnum í Páskavikunni og á ekki að mæta fyrr en á þriðjudaginn eftir Páska. Þrifin eru enn á fullu og ekkert frí þar. Mér gengur vel í klúbbnum. Vakna og morgnana og hlakka til að fara út að leika. Þá er að fara til Herning og skoða skó. búið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.