Laugardagur

Nanna gisti hjá Eydísi í nótt og Ragnar var hjá bróðir hennar Nönnu í netpartýinu. Hann kom ekki ferskur heim, greinilega búin að vera of lengi í tölvunni og ekki búin að sofa nóg þannig að hann tók kasst í dag rétt fyrir kvöldmat. Heiðmundur og Ásta tókst eftir langa mæðu að hafa hann undir í baráttunni og héldu honum í 30 mín. eða þangað til ég blandaði mér í baráttuna og kom ahonum í rúmið. Við Charlotta fórum í garðinn í dag og tókum allt í gegn. Auk þess fórum við í að koma sundlauginni í gang og heita pottinum líka. Annars vorum við snemma á ferðinni í dag. Fórum á hundasýningu í dag í Tyregod því Eydísi langar svo í hund. Við fórum svo í kaffi til Árna og Maríu og fengum þar bæði kaffi og rauðvín. Ég sagaði í eldinn svo það er upplagt að slaka á og setja í arinninn, fá sér rauðvín og taka smá sjálfsvorkunnarkasst. Ásta er á fullu að undirbúa sig fyrir næsta próf, sem er þver-faglegt og er búin að taka viðtöl og gera og gera. Svo er bara að vona að hun standist það líka en þessu á að skila 14. apríl. Næst er það svo Íslandsferðinn en hún verður 7. maí og þá fær Charlottan að fara með. Búið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband