Ásta náði prófinu
27.3.2009 | 21:59
Þá er komin helgi og ein vika búin í nýju vinnunni. Vikan gekk vel, eins og við var að búast og ég er bara glaður með þetta. Á mánudaginn koma svo 47 ný börn í klúbbinn og þá verður fjör maður. Ásta er að taka skólann á reynslunni. Hún náði síðasta prófi sem var IIS, sem ég veit náttulega ekki hvað er. Hún fékk 4 í þessu prófi sem er bæting frá því síðast. Ég er ekkert smá montin af henni núna. Hver hefði trúað, fyrir utan heimilisfólkið hérna, að frú "hægt og hljótt í skólanum" myndi ná? Heiðmundur er heima um helgina en hann er hættur að getað mála ljósstaura að innan og það eru komnar tvær rendur á náttfötin hans. Nú getur hann meira að segja staðið í sturtu og blotnað. Ragnar í í netpartý í kvöld og nótt og kemur fyrst heim á morgun. Eydís fékk bara 7 fyrir stílinn sinn en þurfti að fá 10 til að fá hund. Gengur bara betur næst Eydís. Nenni ekki að skrifa meira.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.