Vorverkir í okkur hérna
18.3.2009 | 16:59
Við fórum í garðinn í gær og gerðum og gerðum, allt þarf að vera fínt fyrir ferminguna. Það er að komast einhver mynd á skóhillurnar úti og vonandi klára ég þetta verk fyrir næstu viku. Ég fór í atvinnuviðtal bæði á fimmtudag í síðustu viku og á mánudag í þessari viku og fékk báðar vinnurnar. Önnur er frá 8 til 12 og hin frá 13 til 17. Þrifin eru því á hröðu undanhaldi hjá okkur, en við áttum ekki marga daga þar eftir. Hlakka til að fara að kenna aftur og vonandi finn ég mig vel í þessum skólum. Ásta er nú að undirbúa sig undir næsta próf ( Þverfaglegt) hvað sem það nú er, en sennilega er það eitthvað sem uppeldisfræðingar verða að kunna. Við erum búin að ákveða að Heiðmundur fái tækifæri á að koma heim um helgina en síðasta heimkoma gekk ekki vel eins og fyrr var skrifað. Kjóllinn er að verða tilbúin fyrir Eydísi og allt í góðu mað það. Boðskortin eru líka flest komin út en ekki öll. Næstum allir fengu þú í e pósti en örfáir í hefðbundnu formi. Þá er best að borða og vinna á eftir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með vinnurnar :)
Inga (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 23:53
þakka þér
Einar (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.