Enn er skrifað
15.3.2009 | 18:54
Við drifum okkur í gær til Jóns og Beggu og borðuðum þar kvöldmat saman. Jón er alltaf höfðingi heim að sækja og bauð upp á eðal koníak og alveg ágætt romm. Ég var nú ekki að fúlsa við svona veislu og fékk Ástu lyklana af bílnum og fékk með í aðra tánna. Fór svo að vinna í dag en Ásta var heima og lesa. María kíkti í kaffi til hennar en Árni var að jafna sig eftir námskeið hjá hernum. Það var bara flatbaka í kvöldmat og svo er bara að bíða eftir leik dagsins en Lakers eiga leik í dag, eða nótt. Áfram Lakers.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.