Loksins
13.3.2009 | 18:23
Í dag er föstudagur og allt búið að vera brjálað hjá okkur. Heiðmundur er í helgarfríi heima. Við sóttum hann kl 16:00 og var hann þá í þessari fínu fýlu og er það enn og verður það áfram ef ég þekki hann rétt. Ásta er búin að skila prófinu sínu og nú er bara að bíða og sjá. Auðvitað skiptir þetta okkur miklu máli að hún nái því það tryggir henni örugga vinnu í framtíðinni. Hún skilaði í morgun eftir að hafa tekið viðeigandi gubb og grátköst af stressi. Ragnar fékk á miðvikudaginn bráðaofnæmi og var allur upphleyptur og klæjaði geðveikt og klóraði sér til blóðs víðsvegar um skrokkinn. Auðvitað fékk hann töflur við þessu sem ekki voru sóttar enda tiltrú sumra á heimilinu ekki mikil á lyf. Nú er farið að styttast verulega í hreingerningarvinnunni og bara dagsspursmál hvenar hún klárast. Er að fara í viðtal á mánudag í Tyregod skóla og svo er ég orðin afleysingakennari í Karlskov skóla, sem er fínt. Svo er allt í uppnámi með húsið en við verðum vonandi hérna þegar Eydís verður fermd. Allt stefnir í að það verði fullt að gestum hérna. Mamma og Kristján koma þann 15.apríl. Pabbi og Inga koma líka. Gnnhildur og lið er búið að boða komu sína og vonandi kíkja fleirri frá Íslandi. Einar frændi minn kemur því miður ekki, en vonandi bara næst. Ég er búin að ákveða að mamma, Kristján, Pabbi og Inga sín fái gistingu hérna, aðrir varða að leita annað. Í kvöld á svo að slaka á, kveikja upp í arninum og borða nammi. Við ákváðum að taka frí í vinnunni í dag en í gær vorum við að til klukkan 4.30 og því allir þreyttir í dag. Þá er ég nú aldeilis búin að skrifa í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jæja, þá verðum við víst að hætta við að koma :( Það er ekki stórt úrvalið af hótelgistingu í Give...
Gunnhildur Sara (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.