Sunnudagur
1.3.2009 | 19:21
Þá er komið sunnudagskvöld og alveg eins gott að skrifa eitthvað hérna eins og að hanga og gera ekki neitt. Er bara að bíða eftir leik kvöldsins en Lakers taka á móti fönix á eftir. Heiðmundur var heima um helgina og var bara hress. Hann er nú orðin 55 kíló sem er gott. Það þýðir að henn er ekki lengur við dauðans dyr þó svo að bml. sé enn of lágt, en það kemur vonandi. Við hjónin vorum boðin í mat hjá Árna og Maríu í gær en maría verður 45 ára í vikunni. Börnin vildu vera heima og horfa á sjónvarpið og borða pizzur og nammi. Sjálfrennireiðin fór á verkstæði á föstudag og fengum við lánaðan annan bílinn hjá Jóni Óskari og Bergboru á meðan. Svo á ég greinilega fáa daga entir í þessari vinnu eftir merkilegt símtal á fimmtudaginn, en þar missti ég mig næstum því alveg í geðvonskunni, verð að fara að finna vinnu á morgun. Annars er allt við það sama hérna. Nú er bara verið að bíða eftir vori og hita svo garðstússið geti farið í gang aftur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvað varstu að geðvonskast yfir?
Inga (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.