Bolludagur

Bolludagur og allt vitlaust í bænum. Við hérna vorum komin á fætur fyrir allar aldir, komum Charlottu og Ranari í galla og í skólann. Eydís var að keppa í körfubollta svo hún fór bara í körfubolltagallann og rétt náði rútunni. Charlotta var norn og Ragnar var gömul kerling. Charlotta fór svo út að syngja með vinkonu sinni henni Filippu eftir skóla, kom svo heim með fullan poka af sælgæti og peningum og tróð í sig. Síðan var farið í leikfimi á eftir. Í dag er vor í lofti eftir töluvert kuldakasst. Ég var í garðhugleiðingum og tók rúnt um hann og athugaði hvað þyrfti að gera. Næst á dagskrá er að útbúa skóhillur fyrir framan vaskahúsið og koma rúðu í vegginn þar. Er líka að stússast í ljóinu í ganginum og í stofunni en einhver bilun er þar á ferðinni. Sólstofan er í fínu standi og notaði ég tækifærið og lyfti ágætlega í dag. Nú verð ég að fara í verulegt átak ef ég ætla ekki að drepa mig úr fitu og ólifnaði. Ferningakortin eru enn í vinnslu og verða vonandi komin út fyrir fermingu. Eins og á sumum heimilum voru bakaðar bollur hér í gær. Ásta og Eydís fengu leifi til baka að vild í tilefni dagsins og tókst þar bara vel. Ég var bara nettur á því í gær og í dag og bauð hinum með mér af kræsingunum. Annars er allt við það sama hérna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega varstu góður að "leyfa" þeim að baka. Og gjafmildi þín var ógnvekjandi, að gefa með þér af því sem konurnar bökuðu. Þú ert reglulegt stórmenni.

Inga (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir

Hehe, ég var einmitt að hugsa það sama og þú Inga. Óli minn þú ert ágætur, hehe.

Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 24.2.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband