Férttir
15.2.2009 | 01:50
tæknin er greinilega alveg að fara með okkur hénra. Síðasta færstla er ekki komin inn og ég hef ekki hugmynd um hvað varð af henni. Þá erum við búin að fá nýja tölvu og þá er viðbúið að tæknin sé á uppleið hjá okkur, allavega í bili. Í síðustu færslu sem ekki tókst að byrta var ég að segja frá stelpunni sem dó á sunnudag, en hún var á deildinni hans Heiðmundar. Heiðmundur er búin að vera heima um helgina og það er ekkert auðvelt að fá hann heim um helgar. Það þarf að vera prógram alla helgina með mat og svefn og bara allt. Nú er allt að fulla við undirbúning á fermingunni hennar Eydísar en það er allt að fara í hundana, eins og annað hérna. Við ætluðum að senda út disk með öllum upplýsingum ásamt viðtölum við fjölskyldumeðlimi en þar sem Eydís er búin að vera veik allt vetrarfríið er það ekkert að ganga. Charlotta var sú eina sem gat talað inn á bandið af einhverju vita fyrir utan sjálfan meistarann. Charlotta brilleraði um leið og myndavélin var tekin upp. Söng bæði á ensku, dönsku og Íslensku frumsamin ljóð og lög. Ásta ákvað svo í dag að verða veik eftir að hafa borðað kjöt sem var full mikið þorra. Hún vaknaði með andfælum og ældi bæði lifur og lungum. Annars er allt við það sama hérna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.