11. febrúar

Miðvikudagur og lífið gengur sinn gang. Heiðmundur kom heim í gær í smá stund. Hann átti pantaðan tíma hjá tannlækni og varð að nota hann. Tannlæknirinn var ánægður með framfarirnar i tannburstun og engin hola. voru það skárri fréttir en hann færði okkur síðast. Á sunnudaginn dó samsjúklingur Heiðmundar á spítalanum og þar ríkir mikil sorg. Ég skil ekki hvernig sjúkdómur þetta er en ótrúlegt að deyja úr næringaleysi í danaveldi í dag miðað við verð á matvælum hérna, Hehe. Það er vetrarfrí í skólum hérna og því allir heima og sinna sínu heimanámi hvar sem betur getur. Ég er náttulega að vinna en nýt þess að vera heima á morgnana og slaka á í faðmi fjölskyldunnar. Það er ekkert að ganga að finna góða dagvinnu en er enn að leita á fullu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

hæ Óli, vonandi gerir Heiðmundur sér betur grein fyrir því hversu alvarlegt það er að nærast ekki.

Bið að heilsa öllum sem ég þekki þarna (ykkur fjölskyldunni)

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.2.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband