Föstudagur
23.1.2009 | 14:07
Þá er loksins komin helgi, á reyndar eftir að fara bæði til Herning og Ikast til að klára að vinna og svo er smá frí. Ég hélt reyndar að vinnan í skólanum væri búin en það verður einhver viðbót á henni. Ásta var heima í dag þar sem Charlotta er búin að vera veik. Hún notaði tækifærið og tók allt í gegn og ég hlakka til að slaka á hérna í hreinu húsi. Það er líka svo mikil pressa á okkur þer sem Einar Vald er að koma og þá verður allt að vera eins og það á að vera. Hér var snjókoma í gær en allt autt í morgun en spáin er ekki góð, meiri snjór. Svo var Inga siss að eignast enn eitt barnið. Við hérna erum löngu hætt að telja og ekki ber okkur saman um hvort hún er komin í 6 eða 8 stykki. Í þetta skipti kom strákur og verður hann áræðanlega látin heita Einar, annars er þessi venjulegi nafnabrandari að verða þreyttari og þreyttari þannig að ég nenni ekki að skrifa hann einu sinni enn, en kanski eftir einn þá dett ég kannski í stuð og læt hann koma.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Halló
Ert þú bara hættur að skrifa, eitthvað hlýtur að vera að frétta síðan 23 jan.
Sólborg (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.