Stoltur Íslendingur

Já í dag ættu almennir borgarar á Íslandi að vera stoltir, því nú er byltingin farin í gang fyrir alvöru. Merkilegt að sjá lögregluna fullbúna í átök gegn borgurum svo verja meigi alþingishúsið. Merkilegt finnst mér líka að sjá hvað ríkisstjórnin þrjóskast við að humma þessi mótmæli sem eru búin að vera í gangi lengi. Það voru vöruflutningabílstjórar sem riðu á vaðið með mótmælum en fengu takmarkaðan stuðning almennings. Nú er um að gera láta kné fylgja kviði fyrst almenningur er til í slaginn í þetta skipti og trukkast í gegnum bæinn, á lágmarkshraða með tilheyrandi flauti svo mótmælin nái nú eyrum hina háu herra sem sitja sem fastast við stjórnvölin. Í dag er ég stoltur Íslendingur en baráttunni er hvergi nærri lokið. Ég vil sjá fleirri í bænum. Ég trúi ekki fyrr en í fulla hnefana að fólki sé bara sama um ástandið. Berjumst fram og fáum réttlætinu fullnægt. Burt með ríkisstjórnina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband