Helgin búin
18.1.2009 | 23:16
Þá er sjálfur herra Valdimarsson á koma sem þýðir að fljótlega komast tölvur og önnur tæknimál hérna í lag. Við erum búin að taka vel til um helgina, flytja Charlottu inn í sitt og taka til í öllum herbergjum. Jóladótið er líka komið á sinn stað á háaloftinu og verður vonandi þar til næstu jóla. Ranar var að keppa í handbolta og skoraði tvö mörk, en hann spilar stöðu hornamanns. Annars er allt við það sama hérna. Við erum byrjuð á boðskortunum fyrir ferminguna hennar Eydísar og sendum þau fljótlega út. Heiðmundur er enn á hælinu, en við erum að fara á fund á morgun þar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl fjölskylda
leiðinlegt að lesa þetta um Heiðmund skilið kveðju frá okkur til hans. Við sögðum Agnari og Eyþóri þetta en þeir skilja þetta alls ekki. Hlakka til að fá boðsko rt, eða fæ ég ekki boðskort.
solborg (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 00:13
Boðkortin eru enn í vinnslu. Það er von á tölvumanni fljótlega á þá verða kortin keyrð út.
Ólafur Einar (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.