Heiðmundur
14.1.2009 | 16:50
Þá er blessaður drengurinn kominn inn á lokaða deild á spítalanum. Við Ásta fórum í morgun á fund og hjálpuðum honum svo við flutninginn. Ég var bara rólegur á þessum fundi og var ekki með neinn "Ingimund", spurði bara um það sem mig langaði að vita og fékk bara fín svör. Það hefur komið fram í blóðprufum að hann sé að kasta upp og æfa á fullu, eða spenna líkamann án þess að vita af því. hann er líka með of háan blóðþrysting líka þegar hann sefur. Þessi veikindi hans eru farin að hafa þau áhrif á mig að ég er farin að tapa svefni, sem er ekki gott og það kemur svo niður á mér í vinnunni. Talandi um vinnuna þá er þetta bara fínt í skólanum og þrifin á kvöldin eru erfið. Okkur finnst við vera kröpp á tíma miðað við hvað er áætlaður langur tími til þess og svo er langt að keyra. Þess vegna er ég á fullu við að finna annan stað til að vinna á á kvöldin. Ásta á bara þrjár vikur eftir í starfsnáminu og svo er það skólaseta í eitt ár áður en næsta starfsnám hefst en henni gengur bara ágætlega í náminu. Eydís átti afmæli þann 10. jan. og létu allir það vera að hringja í hana eða senda kveðju. Hún varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum og við reyndar líka því það var og er greinilegt hvað þið gerið upp á milli barnanna hérna. Þá er ég búin að losa mig við það. Klukkan orðin allt of margt eins og venjulega og komin tími á næstu vinnu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég mótmæli því að vera flokkuð sem allir í sambandi við afmælið hennar Eydísar. Ég bæði skrifaði í athugasemdir í síðustu færslu og þar sést hvaða dag færslan var skrifuð. Einnig skrifaði ég á msn-ið mitt afmæliskveðju.
En eins og almennt er vitað þá er ég skítur sem hvorki hringi né kem í heimsókn svo ég er ekkert að gera upp á milli þarna.
Ekki hringdi ég né kom þegar Heiðmundur átti afmæli eða þegar Ragnar átti afmæli heldur bara sendi kveðju eins og til Eydísar. Svo var ég nú hrikaleg að gleyma Charlottu greyinu og þar á ég nú skömm í hattinn skilið.
Annars finnst mér hræðilegt að heyra með Heiðmund. Hormónarnir mínir kreistu út tár í gær út af þessu mér finnst þetta svo leiðinlegt. Ég og Al líka erum ekkert að skilja í þessu að vilja ekki borða, ekkert að skilja í þessu anorexíu eða búlimíudæmi.
Hilsen.
Inga (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 21:23
Eftir að farið var yfir sönnunargögn í málinu eru mótmælin tekin til greina. Takk fyrir kveðjuna til hennar. Ég held náttulega að þetta sé ekki amorexía, eins og maðurinn sagði, heldur er fæðið hérna bara vont og hann er gikkur. Hann er nú inn á lokaðri deild þar sem hann má ekki neitt gera og þá meina ég ekki neitt. Er með vakt yfir sér 24 tíma og þá er wc, baðferðir og svefn engin undantekning. Hann er inni með fólki sem er inni á ólíkum forsefndum ekki bara mjónum heldur líka hættulegu liði. Ég er náttulega ekki sammála þessari aðferð en held samt í vonina um að þetta gangi hjá honum. Ætti ég ekki að kæta hann með því að segja honum að hann þurfi aldrei að vinna handtak á æfinni ef hann spilar "rétt" úr stöðunni. Endalausar einhverjar bætur og stuðningur frá kommunen?
Einar (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 23:42
Ég mótmæli líka !!! Ég sendi Eydísinni minni skilaboð í Ástu síma !!! og hef gert möööööörg ár í röð !!! Þannig að þú mátt líka setja mig á mótmælandalistann. Takk fyrir pent ;)
Gunnhildur Sara (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.