3. í jólum
27.12.2008 | 22:57
Þá er netið komið í lag og vonandi verður það í lagi eitthvað áfram. Í dag er 27.12 og komið fram að miðnætti. Ég er búin að vera veikur í dag og er búin að sofa meira og minni í allan dag. Árni og María koma í mat á jóladag í hangikét og var okkur frændum bara illt af öllum þessum Íslanska mat enda ekki á hverjum degi sem íslneskt hangikjöt er á boðstólnum og það í boði Draumsins. Annars er allt við það sama. Heiðmundur fer á hælið á mánudag, kemur svo aftur rétt yfir áramótin en fer svo aftur og verður fram að Páskum. Við heyrðum í frú Margréti í dag svona til að fá fréttir af jólaboðinu sem hún var með í dag. Mætingan var fín. Ragnar og co mættu ekki en bæði Inga og Maggý mættu með sitt lið. Það var engin með grímu fyrir andlitinu og menn og börn fengu að hósta og hnerra hvort upp í annað þetta árið. Þar sem mágkonan mætti ekki var þorandi að hafa nífapör á borðum og engin kom út með ríting í baka. Mikið vildi ég að við efjölskyldan hefðum verið þarna líka. Þá er komið nóg af þessu rugli hérna í bili en við erum að vinna í að setja inn myndir á síðuna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Aaaaaaaaaaatjúúúúúúúú, er ekki fínt að fá smá hnerr þarna yfir? Annars er kvefið að lagast, get andað núna af og til :)
Gleðileg jól allir saman og takk fyrir okkur.
Inga (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.