Bara svoløitiå seint

Þá eru jólin alveg að koma og við eigum eftir að gera allt, og þá meina ég sko allt. Þetta er nú undarlegasti jólaundirbúningur sem ég hef upplifað í 17 ára hjónabandi okkar. Peningar hafa að vísu verið vandamál áður en þessi jól slá allt út. Við fórum með pakka til Íslands í sumar, sem betur fer og ekki verða send út jólakort í ár. Jólaandinn er líka eitthvað að láta bíða eftir sér. Við erum búin að skreyta húsið þokkalega en höfum oft átt betri dag í því. Við fórum öll saman í gær að versla einhverja pakka og vorum allan daginn í Vejle að stússast við það. Og þá að öðru. Ég er farin að vinna og eins og við var að búast er það ekki bara venjulegur vinnutími heldur er þetta tekið með áhlaupi. Er húsvörður á daginn frá 8 til 16 og í þrifum frá 17 til 24. Alveg er þetta furðulegt með mig annað hvort allt eða ekkert. Heiðmundur er komin í jólafrí frá hælinu. Hann var að vísu eitthvað stirður í samskiptum fyrsta daginn en eftir að við fengum leifi hjá lækninum hans til að koma með hann inn aftur fór hann að lagast. Ragnar er búin að singja og spila á nokkrum skemmtunum og svo voru jólatónleikar á fimmtudaginn var og það var hann aðal trommarinn. Ásta er enn í skólanum og ekkert meira um það að segja. Ég var næstum búin að gleyma að hún rústaði spurningakeppni í skólanum á föstudaginn og fékk vegleg verðlaun og allt. Charlotta er bara söm við sig. Það er náttulega spenna út af jólunum og ekki síst jólasveinunum, en þeir eru Íslenskir og gefa í skóinn eins og á Íslandi það er ef börnin eru góð. Ég sagði henni náttulega eina Grílusögu og líka sögur af Jólakéttinum og þá fór hún bara að gráta. Eydís er sennilega sú sem er búin að jólast mest. Hún er búin að eyða stórfé í gjafir en á enn eftir að kaupa handa mér. Nú á hún ekki krónu og mig sem langar svo mikið í Miss Pacman spilakassa, en hann er einmitt á tilboði núna á aðeins 120000. Jón og Begga eru fain til Íslands og við kíkjum eftir nýja húsinu þeirra á meðan. Vottarnir þau Jóhann og Helga eru líka að fara til Íslands svo við verðum bara ein eftir í DK. Jæja þá er þetta orðið gott og vonandi getum við skrifað sem fyrst aftur. Við þurfum bara að borga símann og þá fer netið í gang aftur. 4080 Dk.kr. Gleðileg Jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband