Sunnudagur

Við hjálpuðum Jóni og Beggu við að flytja allt á föstudaginn og vorum þar fram eftir kvöldi. Í gær var okkur svo boðið í mat hjá þeim á nýja staðnum og þar var Íslenskt lambalæri á borðum. Maturinn var frábær og þau voru búin að koma flestu vel fyrir í stofunni og í eldhúsinu. Mjög skemmtilegt hús sem þú hafa keypt og á fínum stað. Svo var boðið upp á létta drykki eftir matinn og sumir misstu sig alveg en aðrir ekki. Ég keyrði svo heim um 24:00 og slakaði svo á yfir sjónvarpinu smá stund. Heitipotturinn var eitthvað stíflaður þannig að ég komst ekki í hann í gærkvöldi. Fór svo og þeif hann í dag og tók síuna og þreif hana líka. Annars er bara verið að slaka á, taka létt til og undirbúa vikuna. Ég er búin að fá helling að leiðinlegum svörum við atvinnuumsóknunum en er bara jákvæður og það hlýtur eitthvað að detta inn fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband