Föstudagur

þá er komin föstudagur og vikan hefur bara flogið áfram. Í dag förum við að hjálpa Jóni Óskari og Beggu að flytja og svo á að taka restina á morgun. Ragnar komst ekki inn í nemendaráð en hann vantaði eitt atkvæði til að ná kosningu. Eydis kaus hann ekki og er því uppnefnd Júdas á heimilinu hérna. Heiðmundur kemur í dag í helgarfrí, en við vitum ekki hvenar á að sækja hann. Ég skráði mig hjá vikarþjónustu í gær og svo er bara að sjá hvað kemur út úr því. Ásta er búin að vera í skólanum eins og venjulega og var að klára að gera verkefni sem hún flytur eftir helgi, en það er viðtalsverkefni við börn sem hafa verið fjarlægð frá heimilum sínum og komið fyrir á stofnun. Hér er búið að rigna og rigna og ekkert lát á því. Við erum enn hangandi í heitapottinum á kvöldin sem er bara frábært og ekkert annað hægt að gera í garðinum þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband