Ástandið á Íslandi og hjá okkur í Danmörku
2.11.2008 | 18:54
Nú er að verða langt síðan við skrifuðum síðast. Við fylgjumst grant með gangi mála á Íslandi því auðvitað varðar þetta okkur hérna líka. Ég er að vona að fleiri mæti og mótmæli þessu ástandi en ekki bara á bilinu 500 til 1500 manns. Þessi stjórn er náttulega sjálfri sér, landi og þjóð til skammar og siðblindan svo gríðarleg hjá sjálfstæðisflokknum að venjulegt fólk á okki orð. Vonandi verður þetta ástand til að minnka fylgi þessa flokks og fólk með hugsjónir og stjórnmálamenn með velferð lands og þjóðar komist til valda.
Annars er allt við það sama hérna. Farið að kólna og greinilega komið haust. Garðvinnan er lítil sem engin þessa dagana, rétt smá laufsóp en annað ekki. Í dag fórum við til Kalla og fengum hjá honum nýja eldavél og svo fórum við í kaffi til Jóns og Beggu, hjálpuðum til við að mæla fyrir hillum og tókum gamla ískápinn þeirra með heim. Þau eru búin að fá sér nýjan og þurftu að losna við þann gamla. Ásta er enn í skólanum og ég er enn í atvinnuleit. Er búin að fá helling að neikvæðum svörum og eins og alltaf eru staðir sem hafa ekki fyrir því að svara umsóknum. En atvinnuleitin heldur bara áfram og ekki þýðir að gerfast upp. Einar vald er að hlaupa maraþon í NY og nú er bara að bíða frétta af honum, ÁFRAM EINAR. Inga syss er í Boston, ekki að hlaupa heldur að kaupa og við bíðum líka frétta af henni. Þá er þetta bara orðið gott.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.