Helgin

Helgin er búin að vera bara alveg ágæt. Fáir reikningar með póstinum, veðrið gott og nóg að stússa heimafyrir. Heiðmundur verður heima fram á næsta sunnudag og nýtur þess að slappa hér af. Ég verð að sýna honum mikla athygli og er stanslaust að koma með hugmyndir um að gera eitthvað saman. Við fórum til Kalla í heimsókn í dag, allir nema Ragnar sem var heima. Á morgun ætla ég svo að hjálpa Kalla við að taka niður eldhúsinnréttingu sem hann var að kaupa og koma henni síðan upp aftur heima hjá honum. Ásta fer á morgun í ransókn á Vejle syghus því hún á það til að sofna við og við. Kannski ætti ég að öskra aðeins meira og sjá hvort hún hressist ekki aðeins við það. jæja þá ætlum við að horfa saman á sjónvarpið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað kom svo út úr syghus ferðinni? Er Ásta ekki bara svona langþreytt af að hlusta á lætin í þér?

Inga (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 00:01

2 identicon

Jú það er hún og alveg merkilegt hvað hún tórir í þessum látum. Niðurstaða kemur fyrst í næsta mánuði.

Einar (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:27

3 identicon

Ég mundi sennilega bara loka augunum og sofna þegar þegar Ólaröddin byrjar að glymja um allt

Sólborg (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 23:27

4 identicon

Þú ert bara farinn að mýkjast svo af þessu Votta liði.  En svo ættirðu nú líka að spara röddina og fá þér bara dómaraflautu eða einhvern huggulegan lúður.  Engin ástæða að vera að splæsa góðu góli á konuna þegar flauta eða lúður gerir næstum sama gagn.

Einar Vald (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband