Föstudagur á Torvugötunni
10.10.2008 | 17:28
Þá er kominn helgi, Heiðmundur kominn úr skólanum með þær fréttir að hann væri hættur með kærustunni. Ásta er enn aum í skrokknum eftir námskeiðið þarna á miðvikudag og Ragnar er í afmæli. Í skólanum hjá Eydísi, Ragnari og Charlottu var hlaupa og hjóladagur í dag. Charlott fór 6,2 km, Eydís fór 12 km og Ragnar fór 54 km að eigin sögn. Vegalengdin hefur ekki fengist staðfest eða hvað langan tíma hann fékk. Við erum búin að borða kvöldmat, nautakjöt grillað með öllu tilheyrandi og rauðvín með. svo er planið að horfa á danskeppni í sjónvarðinu á eftir, fara snemma að sofa og slaka á.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hehe, 54 km hehe :)
Inga (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:45
Flott hjá þér Ragnar, hehe
.
knús frá Vejle
Bergþóra Hlíf Guðmundsdóttir, 11.10.2008 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.